Fótbolti

Zlatan með mark og vítaklúður í sigri PSG

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic fagnar í kvöld.
Zlatan Ibrahimovic fagnar í kvöld. Vísir/Getty
Angel Di Maria og Zlatan Ibrahimovic voru báðir á skotskónum þegar Paris Saint-Germain vann 3-0 heimasigur á Guingamp í frönsku deildinni í fótbolta í kvöld.

Paris Saint-Germain er með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar en liðin í næstu sætum, Rennes og Saint-Étienne, eiga bæði leik inni.

Paris Saint-Germain hefur unnið fimm af fyrstu sjö leikjum sínum og hefur enn ekki tapað leik í deildinni.

Angel Di Maria og Zlatan Ibrahimovic voru bæði með mörk og stoðsendingu í leiknum í kvöld.

Javier Pastore kom PSG í 1-0 á 18. mínútu eftir stoðsendingu frá Zlatan Ibrahimović og þannig var staðan þangað til á 77. mínútu leiksins þegar Angel Di Maria skoraði annað markið eftir frákast frá skoti Zlatans.

Angel Di Maria lagði síðan upp þriðja markið fyrir Zlatan Ibrahimović á 83. mínútu.

Zlatan Ibrahimović fékk frábært tækifæri til að skora sitt annað mark í blálokin en Jonas Lossl, markvörður Guingamp, varði þá víti frá honum. Edinson Cavani fiskaði vítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×