Fótbolti

Tottenham bað besta íshokkíleikmann allra tíma afsökunar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Úbbs. S í staðinn fyrir Z.
Úbbs. S í staðinn fyrir Z. mynd/twitter
Tottenham átti ekkert sérstakan dag innan vallar sem utan í gærkvöldi, en liðið tapaði fyrir erkifjendunum í Arsenal, 2-1, á heimavelli í deildabikarnum.

Mathieu Flamini, sem ekki er þekktur fyrir að raða inn mörkum, skoraði bæði mörk Arsenal-liðsins sem sló Tottenham úr deildabikarnum.

Wayne Gretzky, sem kallaður er „The Great One“, og er af flestum talinn besti íshokkíleikmaður allra tíma, var gestur Tottenham í gær.

Fyrir leikinn afhenti Ledley King, fyrrverandi fyrirliði Tottenham, þessari miklu kandarísku hetju treyju með eftirnafni kappans á en það var rangt skrifað.

Í stað þess að skrifa Gretzky stóð Gretski með S-i aftan á treyjunni sem vakti upp miklar kátínu hjá mörgum á Twitter.

Forráðamenn Tottenham áttuðu sig fljótt á mistökunum og báðu Gretzky afsökunar á Twitter. Þeir bættu við að ný treyja með réttu nafni væri á leiðinni.

Íshokkíhetjan tók þessum mistökum ekkert illa heldur skrifaði á móti: „Engar áhyggjur. Þetta kemur oft fyrir!“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×