Fótbolti

Drogba fer á kostum í Bandaríkjunum | Sjáðu mörkin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Didier Drogba á enn nóg eftir virðist vera.
Didier Drogba á enn nóg eftir virðist vera. vísir/getty
Didier Drogba, fyrrverandi framherji Chelsea, fer nú á kostum með kandadíska liðinu Montreal Impact í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta.

Drogba gekk í raðir liðsins fyrr í sumar og er búinn að skora sjö mörk í sex leikjum. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 heimasigri gegn DC United um helgina.

Bæði mörkin voru afskaplega lagleg; það fyrra beint úr aukaspyrnu af 30 metra færi og það síðara eftir laglegan einleik er hann vippaði boltann yfir markvörðinn.

Montreal er í fínum gír með Fílabeinsstrendinginn í liðinu, en liðið er nú komið með 42 stig og situr í sjötta sæti austurdeildar MLS. Það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. Montreal er fjórum stigum á undan Orlando City SC þegar styttist í lok deildakeppninnar.

Mörkin tvö sem Drogba skoraði gegn DC United má sjá hér að neðan.

Hamar úr aukaspyrnu: Silkimjúk vippa:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×