Enski boltinn

Þetta gerðist í enska boltanum um helgina

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Harry Kane skoraði eitt marka Tottenham.
Harry Kane skoraði eitt marka Tottenham. vísir/getty
Níu leikir fóru fram í sjöundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina, en lokaleikur umferðarinnar verður á The Hawthorns í kvöld þar sem WBA tekur á móti Everton.

Knattspyrnuvefurinn Goal.com tekur í dag saman fimm áhugaverðar tölfræðistaðreyndir um það sem gerðist um helgina, en ekki er víst að allir sparkspekingar séu með þessa hluti á hreinu.

1. Tottenham bauð upp á óvæntustu úrslit helgarinnar með því að valta yfir topplið Manchester City, 4-1. Þetta var í fyrsta sinn í 53 ár eða síðan 1962 sem Tottenham skorar fjögur mörk gegn Man. City.

2. Wayne Rooney skoraði annað mark Manchester United í 3-0 sigri á Sunderland sem kom United-liðinu á toppinn á kostnað City. Wayne Rooney er nú jafn í þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn Manchester United frá upphafi.

3. Alexis Sánchez, Sílemaðurinn í liði Arsenal, fór hamförum á útivelli gegn Leicester og skoraði þrennu. Hann er áttundi suðurameríski leikmaðurinn sem skorar þrennu í úrvalsdeildinni.

4. Liverpool hefur ekki gengið vel að skora að undanförnu, en liðið setti þrjú mörk á Aston Villa á laugardaginn. Markið sem James Milner skoraði eftir 66 sekúndur er það fljótasta í deildinni á þessari leiktíð.

5. José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, gerði jafntefli með sína menn á móti Newcastle. Það á ekki að koma neinum á óvart þar sem Mourinho hefur aldrei unnið á St. James Park (0-3-3). Það ásamt Emirates-vellinum (0-3-0) eru einu vellirnir sem hann hefur aldrei fagnað sigri á.

http://www.goal.com/en-gb/news/2896/premier-league/2015/09/28/15798852/the-premier-league-weekend-in-five-stats?ICID=OP#share=true&playerID=5a43845ceacd379638db695587.r4lvn28jkqnw13l43y1upde5k&time=0&videoid=1xb0h0fp0njgo1dszsezrt9fm2



Fleiri fréttir

Sjá meira


×