Enski boltinn

Eiður Smári: Ef einhver getur fundið svör þá er það José Mourinho

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Eiður Smári varð tvisvar sinnum Englandsmeistari með Chelsea.
Eiður Smári varð tvisvar sinnum Englandsmeistari með Chelsea. vísir/getty
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi, hefur tröllatrú á sínum gamla knattspyrnustjóra José Mourinho hjá Chelsea þrátt fyrir erfiða byrjun liðsins í byrjun tímabils.

Chelsea er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með átta stig eftir sjö leiki, en liðið rétt svo bjargaði jafntefli gegn Newcastle um síðustu helgi.

„Tímabilið hefur ekki byrjað eins og menn hefðu viljað,“ segir Eiður Smári í viðtali við talkSPORT, en Eiður varð Englandsmeistari með Chelsea 2005 og 2006.

„Margir lykilleikmenn eru ekki komnir í gang. Chelsea ræður við það, að einn til tveir leikmenn séu ekki að standa sig, en ekki ef allt liðið er að spila illa.“

Ástæðan getur verið, segir Eiður, að undirbúningstímabilið hafi ekki verið nógu gott en erfitt er að benda á eitthvað eitt.

„Undirbúningstímabilið hefur breyst mikið og snýst núna mikið um auglýsingaferðir. Maður spyr sig því hversu mikill tími fer raunverulega í æfingar,“ segir Eiður Smári.

„Ég er viss um að margt spilar inn í, en ef það er einn maður sem ég trúi að geti fundið svör þá er það José Mourinho.“

Eiður er í fríi í Barcelona þessa stundina áður en hann kemur til móts við íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Lettlandi og Tyrklandi. En hvernig gengur honum að aðlagast lífinu í Kína?

„Maður þarf að aðlagast aðstæðum hvert sem maður fer. Sérstaklega í Kína. Það er ekki í boði að fá evrópskan mat til dæmis. Þegar maður í Róm gerir maður eins og Rómverjarnir,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.

Allt viðtalið má heyra hér að neðan.


Tengdar fréttir

Chelsea bjargaði stigi gegn Newcastle

Chelsea og Newcastle gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram St. James Park í Newcaste.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×