Enski boltinn

Ramires tileinkaði markið nýfæddum syni sínum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ramires skoraði svakalegt mark.
Ramires skoraði svakalegt mark. vísir
Ramires skoraði stórglæsilegt mark fyrir Chelsea í gær með langskoti og kom liðinu aftur inn í leikinn, eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Newcastle.

Hann tileinkaði markinu nýfæddum syni sínum, Bruno en þetta kemur fram á Instagram-síðu hans.

Ramires kom inn af bekknum og setti strax mark sitt á leikinn. Það var síðan Willian sem jafnaði metin beint úr aukaspyrnu. Sonur Ramires fæddist á föstudaginn en hér að neðan má sjá færsluna sjálfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×