Fótbolti

Kolbeinn lék allan leikinn í naumum sigri

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kolbeinn í leik með íslenska landsliðinu.
Kolbeinn í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Ernir
Kolbeinn Sigþórsson var kominn aftur í byrjunarlið Nantes í 1-0 sigri á Lille í dag eftir að hafa tekið út tveggja leikja leikbann vegna brottvísunar gegn Rennes á dögunum.

Kolbeinn fékk sitt fyrsta rauða spjald á ferlinum í 0-2 tapi gegn Rennes á dögunum fyrir groddaralega tæklingu og missti fyrir vikið af leikjum gegn Saint-Étienne og Paris Saint-Germain.

Með sigrinum skaust Nantes upp í 14. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar en félagið hafði tapað fjórum leikjum í röð fyrir leik kvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×