Fjögurra ára uppbygging fyrir bí Snærós Sindradóttir skrifar 15. september 2015 07:00 Hjónin Auður Björg Sigurjónsdóttir og Kristinn Gíslason hafa síðan árið 2011 byggt upp ferðaþjónustu í Hellisheiðarvirkjun í gegn um fyrirtæki sitt, Orkusýn. Samningur við OR rennur út í október. vísir/vilhelm „Þegar litla gula hænan var búin að þreskja korn og baka brauðið þá komu aðrir til að éta það. Það er akkúrat það sem er verið að gera hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í dag,“ segir Kristinn H. Gíslason, en hann og kona hans, Auður Björg Sigurjónsdóttir, hafa rekið jarðhitasýningu í Hellisheiðarvirkjun síðan í mars 2011. Dótturfélag OR, Orka náttúrunnar (ON), hefur ákveðið að endurnýja ekki leigusamning við hjónin, sem rennur út í október, og sjá sjálft um sýninguna. Forsagan er sú að Auði var sagt upp sem deildarstjóra hjá kynningardeild OR árið 2010 í fjöldauppsögnum. Leiga á sýningarrými Hellisheiðarvirkjunar var svo boðin út og Auður og Kristinn hófu rekstur á sýningunni í mars árið 2011. „Við rákum þetta með bullandi tapi fyrstu tvö árin. Svo var afkoman orðin mjög þokkaleg. Fyrsta árið gaf okkur um tuttugu þúsund gesti en á síðasta ári komu 94 þúsund gestir. Við greiddum OR tíu milljónir í húsaleigu á síðasta ári fyrir að kynna þá og nú á bara að úthýsa okkur og greiða ekki neitt fyrir það, einhverja smáaura,“ segir Kristinn. Samkvæmt Kristni hefur ON boðið þeim að borga fyrir efnislega hluti sem þau hafa keypt inn í sýningarrýmið og 1,2 milljónir aukreitis fyrir viðskiptavild og dagbók um staðfestar bókanir fram á næsta ár. „En staðfestu bókanirnar jafngilda peningum upp á 28 milljónir. Það á sem sagt að fá allt fyrir ekkert.“ Uppbygging hjónanna hefur meðal annars falist í því að hafa leiðsögumann með ferðum um virkjunina og að hafa kynningarupptöku á níu tungumálum. Kristinn spáir því að ON muni tapa á því að taka reksturinn yfir. „Á fyrsta árinu tapa þeir þessum tíu milljónum sem þeir fengu í húsaleigu hjá okkur. Svo hafa svörin frá ferðaþjónustunni til okkar verið þannig að hún er með okkur. ON á eftir að tapa á rekstrinum svona fimmtán til tuttugu milljónum. Og hvar ætla þeir að fá það? Úr vasa orkukaupandans?“Eiríkur HjálmarssonMynd/Birgir Ísleifur GunnarssonEiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR og ON, segir að samningurinn við hjónin hafi fyrst verið til tveggja ára og svo framlengdur. Ákvæði banni að hann verði framlengdur aftur. Þá hafi valið staðið á milli þess að bjóða leiguna út aftur, sem hefði getað farið til þeirra ef þau hefðu haft besta boð, eða að hætta leigu á húsnæðinu. „Meðal þess sem hefur breyst frá því þetta var boðið út 2010 er að nú er komið nýtt fyrirtæki sem rekur þessar virkjanir. Það er fyrirtæki sem starfar alfarið á samkeppnismarkaði. Þar á bæ finnst mönnum eðlilegt að fyrirtækið sjái sjálft um að kynna sig og sína starfsemi.“ Eiríkur segir að þegar samningnum var að ljúka hafi viðræður verið teknar upp við félag hjónanna. „Þá komu fram kröfur um rúmar fjörutíu milljónir. Það er óhemju há fjárhæð að greiða leigjanda þegar leigusamningi lýkur.“ Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
„Þegar litla gula hænan var búin að þreskja korn og baka brauðið þá komu aðrir til að éta það. Það er akkúrat það sem er verið að gera hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í dag,“ segir Kristinn H. Gíslason, en hann og kona hans, Auður Björg Sigurjónsdóttir, hafa rekið jarðhitasýningu í Hellisheiðarvirkjun síðan í mars 2011. Dótturfélag OR, Orka náttúrunnar (ON), hefur ákveðið að endurnýja ekki leigusamning við hjónin, sem rennur út í október, og sjá sjálft um sýninguna. Forsagan er sú að Auði var sagt upp sem deildarstjóra hjá kynningardeild OR árið 2010 í fjöldauppsögnum. Leiga á sýningarrými Hellisheiðarvirkjunar var svo boðin út og Auður og Kristinn hófu rekstur á sýningunni í mars árið 2011. „Við rákum þetta með bullandi tapi fyrstu tvö árin. Svo var afkoman orðin mjög þokkaleg. Fyrsta árið gaf okkur um tuttugu þúsund gesti en á síðasta ári komu 94 þúsund gestir. Við greiddum OR tíu milljónir í húsaleigu á síðasta ári fyrir að kynna þá og nú á bara að úthýsa okkur og greiða ekki neitt fyrir það, einhverja smáaura,“ segir Kristinn. Samkvæmt Kristni hefur ON boðið þeim að borga fyrir efnislega hluti sem þau hafa keypt inn í sýningarrýmið og 1,2 milljónir aukreitis fyrir viðskiptavild og dagbók um staðfestar bókanir fram á næsta ár. „En staðfestu bókanirnar jafngilda peningum upp á 28 milljónir. Það á sem sagt að fá allt fyrir ekkert.“ Uppbygging hjónanna hefur meðal annars falist í því að hafa leiðsögumann með ferðum um virkjunina og að hafa kynningarupptöku á níu tungumálum. Kristinn spáir því að ON muni tapa á því að taka reksturinn yfir. „Á fyrsta árinu tapa þeir þessum tíu milljónum sem þeir fengu í húsaleigu hjá okkur. Svo hafa svörin frá ferðaþjónustunni til okkar verið þannig að hún er með okkur. ON á eftir að tapa á rekstrinum svona fimmtán til tuttugu milljónum. Og hvar ætla þeir að fá það? Úr vasa orkukaupandans?“Eiríkur HjálmarssonMynd/Birgir Ísleifur GunnarssonEiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR og ON, segir að samningurinn við hjónin hafi fyrst verið til tveggja ára og svo framlengdur. Ákvæði banni að hann verði framlengdur aftur. Þá hafi valið staðið á milli þess að bjóða leiguna út aftur, sem hefði getað farið til þeirra ef þau hefðu haft besta boð, eða að hætta leigu á húsnæðinu. „Meðal þess sem hefur breyst frá því þetta var boðið út 2010 er að nú er komið nýtt fyrirtæki sem rekur þessar virkjanir. Það er fyrirtæki sem starfar alfarið á samkeppnismarkaði. Þar á bæ finnst mönnum eðlilegt að fyrirtækið sjái sjálft um að kynna sig og sína starfsemi.“ Eiríkur segir að þegar samningnum var að ljúka hafi viðræður verið teknar upp við félag hjónanna. „Þá komu fram kröfur um rúmar fjörutíu milljónir. Það er óhemju há fjárhæð að greiða leigjanda þegar leigusamningi lýkur.“
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira