Innlent

Skemmtibátur vélarvana á Sundunum

Gissur Sigurðsson skrifar
Það liðu því ekki nema 16 mínútur frá því að kallað var eftir aðstoð og þar til björgunarmenn voru komnir að bátnum.
Það liðu því ekki nema 16 mínútur frá því að kallað var eftir aðstoð og þar til björgunarmenn voru komnir að bátnum. mynd/otti rafn sigmarsson
Vélin bilaði í skemmtibáti, þegar hann var staddur á Sundunum við Reykjavík í gærkvöldi. Einn maður var um borð og kallaði hann eftir aðstoð klukkan tvær mínútur yfir átta.

Aðeins sjö mínútum seinna var björgunarbátur frá 
Landsbjörgu  lagður af stað frá Reykjavíkurhöfn og kom að bilaða bátnum níu mínútum síðar.

Það liðu því ekki nema 16 mínútur frá því að bátsverjinn kallaði eftir aðstoð og þar til björgunarmenn voru komnir að bátnum. Hann var svo dreginn til hafnar. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×