Innlent

Stöðvuðu farþega með mikið magn stera

Atli Ísleifsson skrifar
Hald var meðal annars lagt á nær 40 þúsund töflur, einkum stera en einnig að hluta stinningarlyf.
Hald var meðal annars lagt á nær 40 þúsund töflur, einkum stera en einnig að hluta stinningarlyf. Mynd/Tollstjóri
Tollverðir á Keflavíkurflugvelli stöðvuðu nýverið farþega við komuna til landsins sem var með mikið magn af sterum og lyfjum í farangri sínum.

Farþeginn, erlend tæplega þrítug kona, var með tvær ferðatöskur sem innihéldu einungis stera og lyf.

Í tilkynningu frá tollstjóraembættinu segir að hald hafi verið lagt á nær 40 þúsund, einkum stera en einnig að hluta stinningarlyf. Þá voru í töskunum um 2.500 ambúlur og 500 glös af steravökva, auk nokkurs magns af sterum í duft- og hylkjaformi.

Lögreglan á Suðurnesjum fór með rannsókn málsins sem er lokið.

Mynd/tollstjóri
.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×