Innlent

Fjórir hafa stöðu sakbornings vegna líkamsárásar fyrir utan Smáralind

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Líkamsárásin varð í síðustu viku fyrir utan Smáralind, verslunarmiðstöð í Kópavogi.
Líkamsárásin varð í síðustu viku fyrir utan Smáralind, verslunarmiðstöð í Kópavogi. Vísir/GVA
Fjórir hafa stöðu sakbornings í máli sem varðar líkamsárás fyrir utan Smáralind á fimmtudaginn í síðustu viku sem kærð var til lögreglu. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar, í samtali við fréttastofu.

Friðrik Smári segir rannsókn meðal annars snúa að því að skera úr um það hvort að allir fjórir mennirnir hafi átt þátt í árásinni en hún beindist gegn einum manni.

Mennirnir fjórir hafa ýmist verið handteknir og færðir til skýrslutöku eða gefið sig sjálfviljugir fram til lögreglu. Mennirnir verða ekki hafðir í haldi lögreglu á meðan rannsókn stendur yfir.

Friðrik Smári segir málið í rannsókn og að ómögulegt sé að segja til um hversu lengi sú rannsókn stendur yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×