Lífið samstarf

Dásamlega mjúkar JANUS ullarflíkur í tíu ár á Íslandi

Hjónin Margreta Björke og Heiðar V. Viggósson og tvær dætra þeirra, Olga Ingrid og Halldóra Björk Heiðarsdætur eiga og reka Ullarkistuna sem í dag er á þremur stöðum, á Laugavegi í Reykjavík, Glerártorgi á Akureyri og í Sogndal í Noregi.
Hjónin Margreta Björke og Heiðar V. Viggósson og tvær dætra þeirra, Olga Ingrid og Halldóra Björk Heiðarsdætur eiga og reka Ullarkistuna sem í dag er á þremur stöðum, á Laugavegi í Reykjavík, Glerártorgi á Akureyri og í Sogndal í Noregi. Stefán
KYNNING Verslunin Ullarkistan, sem margir þekkja betur undir nafninu Janusbúðin, fagnar um þessar mundir tíu ára afmæli sínu. Fyrirtækið hefur verið rekið af sömu fjölskyldunni frá upphafi og hefur alla tíð verið með til sölu hágæða ullarflíkur frá Janus-verksmiðjunni í Noregi.

„Við byrjuðum með pínulitla búð á Barónsstíg þar sem við rákum einnig þvottahús. Þar var Janus-búðin í upphafi, í 38 fermetrum en eftir aðeins þrjá mánuði var svo mikið að gera í búðinni að við ákváðum að hætta með þvottahúsið. Við seldum því allar þvottavélarnar og tókum allt húsnæðið undir verslunina,“ segir Margreta Björke, eigandi Ullarkistunnar.

Margreta, eiginmaður hennar, Heiðar V. Viggósson og tvær dætra þeirra, Olga Ingrid og Halldóra Björk Heiðarsdætur eiga og reka verslanirnar sem í dag eru þrjár talsins, ein á Laugavegi í Reykjavík, ein á Glerártorgi á Akureyri og ein í Sogndal í Noregi. „Dætur okkar skiptast á um að vera í búðinni. Olga starfar sem leiðsögumaður uppi á jöklum yfir sumarið og er í búðinni á veturna. Halldóra hugsar um búðina á sumrin og lærir sálfræði í Háskólanum á veturna og svo flökkum við foreldrarnir á milli og stjórnum,“ segir Margreta og hlær.

Spennandi tímar framundan

Í Ullarkistunni á Akureyri, sem opnuð var 2007, eru spennandi tímar framundan en um síðastliðna páska var búðin flutt á Glerártorg eftir átta ár í miðbænum. Þar höfum við þrjár frábærar dömur, Eydísi Jóhannesdóttur, Guðríði Bergvinsdóttur og Sólrúnu Sverrisdóttur, sem skiptast á að selja Janus vörurnar fyrir okkur. „Við erum mjög spennt að sjá hvernig gengur að vera í verslunarmiðstöð. Það verður samt ekki komin reynsla á það fyrr en við verðum búin að vera þar í heilt ár."

Ullarkistan í Noregi opnaði árið 2010 þegar dóttirin Olga var þar við háskólanám. „Það var engin sérverslun með ullarfatnað í Sogndal og Olgu vantaði vinnu með skólanum. Við nýttum tækifærið þar sem það var laust pláss í miðbænum þar. Olga stjórnaði svo búðinni í þau þrjú ár sem hún bjó þar og var með einn starfsmann með sér. Eftir að hún flutti aftur til Íslands höfum við haft þar einn starfsmann og ég og Heiðar förum á milli.“

"Við erum einnig full tilhlökkunar að sjá nýja afmælislínu af vörunum okkar en Janus-verksmiðjan verður 120 ára í ár og í tilefni þess kemur ný lína í október. Afmælislínan er fyrir karla, konur og börn og það verður spennandi að sjá hvernig hún kemur út,“ lýsir Margreta.



Ullarflíkur í miklu úrvali

Ullarkistan er sérverslun með ullarföt og eru allar vörurnar eins og áður segir framleiddar í Janus-verksmiðjunni. Margreta segir viðtökurnar hér á landi við flíkunum hafa verið æðislegar í upphafi og vinsældir þeirra hafa haldið sér vel.

„Það var strax augljóst að þetta var eitthvað sem vantaði hér á Íslandi, sérbúð með ullarnærföt. Ullarnærföt fást vissulega í mörgum búðum en ég veit ekki um aðra sérverslun en okkar. Við erum með mikið úrval af ullarfötum fyrir alla fjölskylduna úr hágæða Merino-ull sem ekki klæjar undan og í henni eru engin eiturefni. Við leggjum sérstaka áherslu á ungbarnafötin sem eru mjög vinsæl hjá okkur og hafa verið frá upphafi. Ungbarnaflíkurnar koma í miklu úrvali og breiðri línu. Flíkurnar hjá okkur koma í mörgum litum, sérstaklega þær fyrir börnin en við erum með föt fyrir börn alveg upp í sextán ára. Svo erum við bæði með klassískar línur og sportlegar fyrir fullorðna fólkið. Bæði ungbarnafötin og barnafötin hafa verið sérstaklega vinsæl á haustin og fyrir jólin. Ömmur og afar hafa verið afskaplega dugleg við að halda hita á barnabörnunum sínum og þetta er vinsæl jólagjöf,“ segir Margreta og brosir.

Afmælisveisla á morgun

Fjölskyldan í Ullarkistunni hefur haft gaman að því að selja Janus ullarfötin af því vörurnar eru svo góðar. Fólki líkar vel við Janus ullarvörurnar og þau hafa fengið svo góðar umsagnir frá ánægðum viðskiptavinum, og gæði fatnaðarins hafa spurst út . Árið 2008 var fjölskyldan í óvissu um hvernig myndi ganga hjá þeim eftir hrunið og þá erfiðleika sem því fylgdu. „Öfugt við marga aðra þá fór að ganga miklu betur hjá okkur og salan tvöfaldaðist þegar kreppan byrjaði. Ég held að skýringin sé sú að Íslendingar eru svo duglegir að breyta til. Ef við getum ekki farið til útlanda og í sólarlandaferðir þá gerum við bara eitthvað annað í staðinn. Þá fóru allir bara í útilegur og að ganga á fjöll og þá þarf fólk að eiga hlý ullarnærföt, sérstaklega hér á Íslandi.“

Á morgun, laugardaginn 19. september, verður afmælisveisla í Ullarkistunni, bæði á Laugavegi 25 og á Glerártorgi, þar sem boðið verður upp á léttar veitingar, afmælisleik og afmælistilboð.

Ullarkistan er sérverslun með ullarföt og eru allar vörurnar framleiddar í Janus-verksmiðjunni. Ullarfötin eru fyrir alla fjölskylduna og eru úr hágæða Merino-ull sem ekki klæjar undan og í henni eru engin eiturefni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×