Innlent

Sniðganga á Norðurlandi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Hofsós er sagður eiga undir högg að sækja.
Hofsós er sagður eiga undir högg að sækja. Fréttablaðið/Pjetur
 „Umrædd afgreiðsla Byggðastofnunar er enn eitt dæmið um það hversu Norðurland vestra er sniðgengið í fjárveitingum hins opinbera,“ segir sveitarstjórn Skagafjarðar sem lýsir yfir vonbrigðum með „naumt skammtaðar“ fjárveitingar til verkefnisins „Brothættar byggðir“.

Sveitarstjórnin vill að stjórn Byggðastofnunar beiti sér með sveitarfélaginu svo unnt verði að taka Hofsós og fleiri byggðarlög þar inn í verkefnið.

„Stjórnvöldum og stofnuninni ber að leita allra úrræða til að vinna með heimamönnum að því að styrkja byggð á Hofsósi og í öðrum byggðarlögum sem hafa átt undir högg að sækja á undanförnum árum,“ segir sveitarstjórnin.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×