Tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum Lýður Árnason skrifar 1. september 2015 07:00 Nýútkomnar tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum eru fagnaðarefni öllum þeim sem trúa á frjálsan markaðsbúskap en vilja jafnframt tryggja yfirráð þjóðarinnar yfir eigin auðlindum. Þessar tillögur eru í takti við auðlindaákvæði stjórnlagaráðs, sem aftekur allan vafa á forræði sjávarauðlindarinnar og að hún skuli nýtt á jafnræðisgrundvelli okkar allra. Í tillögum sínum gera Píratar ráð fyrir að bjóða upp allar aflaheimildir til leigu á opnum markaði og skal leigugjaldið renna í ríkissjóð. Í dag er leiguverð á fiski ákveðið einhliða á lokuðum markaði sem stórútgerðir og bankar stjórna og greiða leigutakar í leigu fjóra af hverjum fimm fiskum sem þeir veiða. Af því rennur einn sporður til ríkisins, afgangurinn fer til stórútgerða og banka. Væntanlega fagna þessir aðilar ekki tillögum Pírata en er það aðalmálið til lengri tíma litið? Uppboð veiðiheimilda fyrir alla Íslendinga vekur upp margar spurningar. Er þetta einungis fyrir þá efnameiri? Ef gjaldið fyrir veiðileyfið yrði innheimt um leið og aflanum yrði landað þarf enginn að hafa áhyggjur af fyrirframgreiðslu og bankaláni, sem þýðir að efnaminni veiðiklær geta líka verið með. Er hætta á samráði? Samráðshætta er ætíð fyrir hendi, olíufélögin eru augljóst dæmi. En þau eru aðeins fjögur. Erfitt er að sjá slíkt fyrir sér ef þau væru 40, hvað þá 400. Þetta er því frekar langsótt. Safnast veiðileyfin á eitt landshorn? Án varnaraðgerða jú, en með sérstakri útfærslu uppboða sem tryggir landshlutum ákveðið hlutfall veiðileyfa halda allir sínu. Er hætta á að fáir aðilar yfirbjóði alla hina og veiðileyfin safnist þannig á fárra hendur? Yfirboðshætta er vissulega til staðar en því til varnar er hægt að setja þak á veiðileyfamagn sömu útgerðar, útfæra uppboðin eftir útgerðarflokkum og hafa uppboðsmarkaðinn „lifandi“ sem þýðir að í staðinn fyrir að bjóða ársskammtinn allan út á einu bretti væri hægt að gera það í smærri skömmtum og til mismunandi langs tíma, allt eftir hentisemi hvers og eins. Þetta myndi vinna mjög á móti samþjöppun veiðileyfa og þegar við bætist að leigutakar þurfa að veiða sjálfir sinn skammt er ávinningurinn af því að „safna“ veiðileyfum enginn. Veldur þetta óvissu og litlum fyrirsjáanleika? Almennt uppboð á almannagæðum eins og veiðileyfum er ekki bara leið til að samhæfa verðlagningu veiðileyfa almennum markaðslögmálum heldur líka mannréttindamál. Tilgangurinn með því að bjóða upp aflaheimildir á opnum markaði er einmitt sá að rjúfa þann fyrirsjáanleika sem ríkt hefur í sjávarútvegi og fáir njóta. Almennt uppboð mun þannig færa sjávarútveginn nær öðrum atvinnugreinum og hann þarf að sæta sömu óvissu og almennt gerist á frjálsum markaði. Þetta hefur hingað til einmitt talist hvati atvinnulífsins og hvers vegna ætti annað að gilda um sjávarútveg? Veldur þetta hruni atvinnugreinarinnar? Allt fram á þennan dag hafa þeir sem njóta forgengis á veiðileyfum (kvóta) barmað sér yfir kerfisbreytingum og sagt þær ganga af sjávarútvegi dauðum. Sé litið á hagnað stórútgerðarinnar getur hver dæmt fyrir sig. Vert er að benda á að verðmætin sjálf, fiskurinn í sjónum, munu ekki hverfa úr netum landsmanna þótt kerfisbreytingar verði í landi. Þetta er því ekki spurning um hvort fiskurinn verði veiddur heldur af hverjum. Ég hvet útgerðarmenn til að þakka fyrir áralangt forgengi að fiskimiðunum og lýsa sig reiðubúna að taka þátt í almennu markaðstorgi aflaheimilda ásamt öðrum landsmönnum. Pírötum óska ég velfarnaðar í að fylgja tillögum sínum eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nýútkomnar tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum eru fagnaðarefni öllum þeim sem trúa á frjálsan markaðsbúskap en vilja jafnframt tryggja yfirráð þjóðarinnar yfir eigin auðlindum. Þessar tillögur eru í takti við auðlindaákvæði stjórnlagaráðs, sem aftekur allan vafa á forræði sjávarauðlindarinnar og að hún skuli nýtt á jafnræðisgrundvelli okkar allra. Í tillögum sínum gera Píratar ráð fyrir að bjóða upp allar aflaheimildir til leigu á opnum markaði og skal leigugjaldið renna í ríkissjóð. Í dag er leiguverð á fiski ákveðið einhliða á lokuðum markaði sem stórútgerðir og bankar stjórna og greiða leigutakar í leigu fjóra af hverjum fimm fiskum sem þeir veiða. Af því rennur einn sporður til ríkisins, afgangurinn fer til stórútgerða og banka. Væntanlega fagna þessir aðilar ekki tillögum Pírata en er það aðalmálið til lengri tíma litið? Uppboð veiðiheimilda fyrir alla Íslendinga vekur upp margar spurningar. Er þetta einungis fyrir þá efnameiri? Ef gjaldið fyrir veiðileyfið yrði innheimt um leið og aflanum yrði landað þarf enginn að hafa áhyggjur af fyrirframgreiðslu og bankaláni, sem þýðir að efnaminni veiðiklær geta líka verið með. Er hætta á samráði? Samráðshætta er ætíð fyrir hendi, olíufélögin eru augljóst dæmi. En þau eru aðeins fjögur. Erfitt er að sjá slíkt fyrir sér ef þau væru 40, hvað þá 400. Þetta er því frekar langsótt. Safnast veiðileyfin á eitt landshorn? Án varnaraðgerða jú, en með sérstakri útfærslu uppboða sem tryggir landshlutum ákveðið hlutfall veiðileyfa halda allir sínu. Er hætta á að fáir aðilar yfirbjóði alla hina og veiðileyfin safnist þannig á fárra hendur? Yfirboðshætta er vissulega til staðar en því til varnar er hægt að setja þak á veiðileyfamagn sömu útgerðar, útfæra uppboðin eftir útgerðarflokkum og hafa uppboðsmarkaðinn „lifandi“ sem þýðir að í staðinn fyrir að bjóða ársskammtinn allan út á einu bretti væri hægt að gera það í smærri skömmtum og til mismunandi langs tíma, allt eftir hentisemi hvers og eins. Þetta myndi vinna mjög á móti samþjöppun veiðileyfa og þegar við bætist að leigutakar þurfa að veiða sjálfir sinn skammt er ávinningurinn af því að „safna“ veiðileyfum enginn. Veldur þetta óvissu og litlum fyrirsjáanleika? Almennt uppboð á almannagæðum eins og veiðileyfum er ekki bara leið til að samhæfa verðlagningu veiðileyfa almennum markaðslögmálum heldur líka mannréttindamál. Tilgangurinn með því að bjóða upp aflaheimildir á opnum markaði er einmitt sá að rjúfa þann fyrirsjáanleika sem ríkt hefur í sjávarútvegi og fáir njóta. Almennt uppboð mun þannig færa sjávarútveginn nær öðrum atvinnugreinum og hann þarf að sæta sömu óvissu og almennt gerist á frjálsum markaði. Þetta hefur hingað til einmitt talist hvati atvinnulífsins og hvers vegna ætti annað að gilda um sjávarútveg? Veldur þetta hruni atvinnugreinarinnar? Allt fram á þennan dag hafa þeir sem njóta forgengis á veiðileyfum (kvóta) barmað sér yfir kerfisbreytingum og sagt þær ganga af sjávarútvegi dauðum. Sé litið á hagnað stórútgerðarinnar getur hver dæmt fyrir sig. Vert er að benda á að verðmætin sjálf, fiskurinn í sjónum, munu ekki hverfa úr netum landsmanna þótt kerfisbreytingar verði í landi. Þetta er því ekki spurning um hvort fiskurinn verði veiddur heldur af hverjum. Ég hvet útgerðarmenn til að þakka fyrir áralangt forgengi að fiskimiðunum og lýsa sig reiðubúna að taka þátt í almennu markaðstorgi aflaheimilda ásamt öðrum landsmönnum. Pírötum óska ég velfarnaðar í að fylgja tillögum sínum eftir.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun