Innlent

Kópavogsbær afhenti nemendum spjaldtölvur

Birgir Olgeirsson skrifar
Alexandra Björg Magnúsdóttir og Ármann Kr. Ólafsson við afhendingu fyrstu spjaldtölvunnar í Kópavogi.
Alexandra Björg Magnúsdóttir og Ármann Kr. Ólafsson við afhendingu fyrstu spjaldtölvunnar í Kópavogi.
Kópavogsbær afhenti grunnskólanemendum í 8. og 9. bekkjum sveitarfélagsins spjaldtölvur í dag. Tæplega 900 tæki voru afhent að þessu sinni en innleiðing spjaldtölva í Kópavogi hefst með þessum tveimur árgöngum. Sjötti og sjöundi bekkur fær spjaldtölvur upp úr áramótum og síðustu tveir árgangar næsta haust.

Alexandra Björk Magnúsdóttir, elsti nemandi 9. bekkjar Hörðuvallaskóla, tók við fyrstu spjaldtölvunni fyrir hönd nemenda í 8. og 9. bekk skólans í morgun. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti Alexöndru tækið.

„Við höfum alltaf verið stolt af skólunum okkar í Kópavogi, en vitað um leið að það er ekki vænlegt til árangurs að standa í stað, spjaldtölvuvæðing grunnskólanna er byltingarkennt verkefni sem við erum stolt af og hlökkum að framkvæma,“ sagði bæjarstjóri Kópavogs við tækifærið.

Í kjölfarið var vígt glæsilegt húsnæði unglingadeildar Hörðuvallaskóla í Kórnum. Þar hafa verið innréttaðar sjö skólastofur og starfsmannaaðstaða og verða fleiri stofur teknar í notkun um áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×