Einvígi góðs og ills í Fuglahreiðrinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2015 06:00 Usain Bolt. Vísir/Getty Usain Bolt hefur verið fljótasti maður heims í sjö ár og stefnir enn á ný á toppinn á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem hefst í Peking í Kína í dag. Bolt sló í gegn í Fuglahreiðrinu í Peking árið 2008 þegar hann vann þrjú gull og setti þrjú heimsmet á Ólympíuleikunum í Peking. Nú mætir þessi eldfljóti 29 ára gamli Jamaíkamaður aftur á staðinn þar sem hann heillaði heiminn upp úr skónum í ágústmánuði fyrir sjö árum. Usain Bolt hélt upp á afmælið sitt í gær og það er óhætt að segja að afmælismánuðurinn hafi gefið honum gull og græna skóga síðustu árin enda fara stórmótin í frjálsum vanalega fram á þessum tíma. Bolt hefur alls unnið 14 gull á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum frá 2008 og hann er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari í bæði 100 og 200 metra hlaupi. Það mun hins vegar reyna á kappann að þessu sinni enda ein stór hindrun á gullinni braut hans. Það bíða nefnilega margir spenntir eftir einvígi Usains Bolt við Justin Gatlin sem hefur fallið tvisvar á lyfjaprófi á ferlinum en er nú kominn aftur betri en nokkurn tíma. Þetta einvígi hefur verið sett upp sem einvígi góðs og ills enda stærsta stjarnan að glíma við einn af svörtu sauðunum. Bolt hefur ekki tapað í 100 og 200 metra hlaupi á stórmóti frá ÓL 2008 fyrir utan það þegar hann þjófstartaði á HM 2011 en Bandaríkjamaðurinn Gatlin hefur ekki tapað í 27 hlaupum í röð og hefur hlaupið á 9,74 sekúndum á þessu tímabili. Gatlin hefur því hlaupið hraðar en Bolt á þessu ári og það verður því spenna í loftinu þegar ræst verður í úrslitahlaupið á morgun klukkan 13.15 að íslenskum tíma. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Sjá meira
Usain Bolt hefur verið fljótasti maður heims í sjö ár og stefnir enn á ný á toppinn á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem hefst í Peking í Kína í dag. Bolt sló í gegn í Fuglahreiðrinu í Peking árið 2008 þegar hann vann þrjú gull og setti þrjú heimsmet á Ólympíuleikunum í Peking. Nú mætir þessi eldfljóti 29 ára gamli Jamaíkamaður aftur á staðinn þar sem hann heillaði heiminn upp úr skónum í ágústmánuði fyrir sjö árum. Usain Bolt hélt upp á afmælið sitt í gær og það er óhætt að segja að afmælismánuðurinn hafi gefið honum gull og græna skóga síðustu árin enda fara stórmótin í frjálsum vanalega fram á þessum tíma. Bolt hefur alls unnið 14 gull á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum frá 2008 og hann er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari í bæði 100 og 200 metra hlaupi. Það mun hins vegar reyna á kappann að þessu sinni enda ein stór hindrun á gullinni braut hans. Það bíða nefnilega margir spenntir eftir einvígi Usains Bolt við Justin Gatlin sem hefur fallið tvisvar á lyfjaprófi á ferlinum en er nú kominn aftur betri en nokkurn tíma. Þetta einvígi hefur verið sett upp sem einvígi góðs og ills enda stærsta stjarnan að glíma við einn af svörtu sauðunum. Bolt hefur ekki tapað í 100 og 200 metra hlaupi á stórmóti frá ÓL 2008 fyrir utan það þegar hann þjófstartaði á HM 2011 en Bandaríkjamaðurinn Gatlin hefur ekki tapað í 27 hlaupum í röð og hefur hlaupið á 9,74 sekúndum á þessu tímabili. Gatlin hefur því hlaupið hraðar en Bolt á þessu ári og það verður því spenna í loftinu þegar ræst verður í úrslitahlaupið á morgun klukkan 13.15 að íslenskum tíma.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Sjá meira