Malbik sérlega hált í ár: „Þetta er stórhættulegt“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. ágúst 2015 20:05 Bifhjólamenn og -konur finna fyrir sleipu malbiki. Vísir/Vilhelm „Þetta er mjög slæmt. Það má lítið út af bregða ef þú þarft að nauðhemla,“ segir Hrönn Bjargar Harðardóttir, formaður Sniglanna bifhjólafélags lýðveldisins, en malbik hefur verið sérstaklega sleipt í sumar innanbæjar. „Þetta er stórhættulegt.“ Hrönn segir ástandið sérlega slæmt innanbæjar í ár og vandamálið útbreiddara en áður. „Það er eins og það sé búið að setja olíu eða matarolíu í malbikið, ég veit ekki hvort það er repjuolía eða hvað. Það er mun erfiðara að hjóla í þessu en olíuminna malbiki. Ef það rignir smá eða ef það er raki í lofti verður þetta ennþá hálla.“ Hrönn segir þetta sérstaklega hættulegt þegar litið er til þess að það er mikið af nýju hjólafólki úti í umferðinni. „Gripið okkar er svo rosalega lítið, við höfum auðvitað bara tvö dekk miðað við fjögur dekk á bílum. En bílar hljóta þó að finna fyrir þessu líka, þetta er svo mikið í ár.“Hrönn er formaður Sniglanna.Vísir/Úr einkasafniHrönn segir það hafa komið upp af og til að malbik sé sérlega sleipt á afmörkuðum stöðum innabæjar. Til að mynda hafi verið hættulegt svæði við Smáralind í fyrra og hafi hún haft samband við Vegagerðina vegna þess. Það sé þó lítið gert í raun og að hún fái að heyra að vega þurfi meiri hagsmuni við minni. „Ég myndi halda að heilsa og mannslíf væru mestu hagsmunirnir, það mikilvægasta. Það gleymist alltaf að taka með í reikninginn hvað það kostar þegar einhver slasar sig, þannig að ég veit ekki með þetta með meiri hagsmuni fram yfir minni. Vegagerðin verður svolítið að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum efnum.“ Með tímanum leysist olían upp og malbikið verður stamara. En það getur tekið marga mánuði að sögn Hrannar. „Það er rosalega óþægilegt að fara af venjulegu malbiki yfir á þetta. Þá verður maður að halda ró sinni og vona það besta. En það finna allir fyrir því að gripið verður verra og þá hefur maður minni stjórn á aðstæðum,“ útskýrir Hrönn. „Og að gefnu tilefni þá má kannski minnast á að bifhjólamenn keyra yfirleitt alltaf á löglegum hraða,“ segir Hrönn að lokum og hlær. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Þetta er mjög slæmt. Það má lítið út af bregða ef þú þarft að nauðhemla,“ segir Hrönn Bjargar Harðardóttir, formaður Sniglanna bifhjólafélags lýðveldisins, en malbik hefur verið sérstaklega sleipt í sumar innanbæjar. „Þetta er stórhættulegt.“ Hrönn segir ástandið sérlega slæmt innanbæjar í ár og vandamálið útbreiddara en áður. „Það er eins og það sé búið að setja olíu eða matarolíu í malbikið, ég veit ekki hvort það er repjuolía eða hvað. Það er mun erfiðara að hjóla í þessu en olíuminna malbiki. Ef það rignir smá eða ef það er raki í lofti verður þetta ennþá hálla.“ Hrönn segir þetta sérstaklega hættulegt þegar litið er til þess að það er mikið af nýju hjólafólki úti í umferðinni. „Gripið okkar er svo rosalega lítið, við höfum auðvitað bara tvö dekk miðað við fjögur dekk á bílum. En bílar hljóta þó að finna fyrir þessu líka, þetta er svo mikið í ár.“Hrönn er formaður Sniglanna.Vísir/Úr einkasafniHrönn segir það hafa komið upp af og til að malbik sé sérlega sleipt á afmörkuðum stöðum innabæjar. Til að mynda hafi verið hættulegt svæði við Smáralind í fyrra og hafi hún haft samband við Vegagerðina vegna þess. Það sé þó lítið gert í raun og að hún fái að heyra að vega þurfi meiri hagsmuni við minni. „Ég myndi halda að heilsa og mannslíf væru mestu hagsmunirnir, það mikilvægasta. Það gleymist alltaf að taka með í reikninginn hvað það kostar þegar einhver slasar sig, þannig að ég veit ekki með þetta með meiri hagsmuni fram yfir minni. Vegagerðin verður svolítið að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum efnum.“ Með tímanum leysist olían upp og malbikið verður stamara. En það getur tekið marga mánuði að sögn Hrannar. „Það er rosalega óþægilegt að fara af venjulegu malbiki yfir á þetta. Þá verður maður að halda ró sinni og vona það besta. En það finna allir fyrir því að gripið verður verra og þá hefur maður minni stjórn á aðstæðum,“ útskýrir Hrönn. „Og að gefnu tilefni þá má kannski minnast á að bifhjólamenn keyra yfirleitt alltaf á löglegum hraða,“ segir Hrönn að lokum og hlær.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira