Malbik sérlega hált í ár: „Þetta er stórhættulegt“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. ágúst 2015 20:05 Bifhjólamenn og -konur finna fyrir sleipu malbiki. Vísir/Vilhelm „Þetta er mjög slæmt. Það má lítið út af bregða ef þú þarft að nauðhemla,“ segir Hrönn Bjargar Harðardóttir, formaður Sniglanna bifhjólafélags lýðveldisins, en malbik hefur verið sérstaklega sleipt í sumar innanbæjar. „Þetta er stórhættulegt.“ Hrönn segir ástandið sérlega slæmt innanbæjar í ár og vandamálið útbreiddara en áður. „Það er eins og það sé búið að setja olíu eða matarolíu í malbikið, ég veit ekki hvort það er repjuolía eða hvað. Það er mun erfiðara að hjóla í þessu en olíuminna malbiki. Ef það rignir smá eða ef það er raki í lofti verður þetta ennþá hálla.“ Hrönn segir þetta sérstaklega hættulegt þegar litið er til þess að það er mikið af nýju hjólafólki úti í umferðinni. „Gripið okkar er svo rosalega lítið, við höfum auðvitað bara tvö dekk miðað við fjögur dekk á bílum. En bílar hljóta þó að finna fyrir þessu líka, þetta er svo mikið í ár.“Hrönn er formaður Sniglanna.Vísir/Úr einkasafniHrönn segir það hafa komið upp af og til að malbik sé sérlega sleipt á afmörkuðum stöðum innabæjar. Til að mynda hafi verið hættulegt svæði við Smáralind í fyrra og hafi hún haft samband við Vegagerðina vegna þess. Það sé þó lítið gert í raun og að hún fái að heyra að vega þurfi meiri hagsmuni við minni. „Ég myndi halda að heilsa og mannslíf væru mestu hagsmunirnir, það mikilvægasta. Það gleymist alltaf að taka með í reikninginn hvað það kostar þegar einhver slasar sig, þannig að ég veit ekki með þetta með meiri hagsmuni fram yfir minni. Vegagerðin verður svolítið að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum efnum.“ Með tímanum leysist olían upp og malbikið verður stamara. En það getur tekið marga mánuði að sögn Hrannar. „Það er rosalega óþægilegt að fara af venjulegu malbiki yfir á þetta. Þá verður maður að halda ró sinni og vona það besta. En það finna allir fyrir því að gripið verður verra og þá hefur maður minni stjórn á aðstæðum,“ útskýrir Hrönn. „Og að gefnu tilefni þá má kannski minnast á að bifhjólamenn keyra yfirleitt alltaf á löglegum hraða,“ segir Hrönn að lokum og hlær. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
„Þetta er mjög slæmt. Það má lítið út af bregða ef þú þarft að nauðhemla,“ segir Hrönn Bjargar Harðardóttir, formaður Sniglanna bifhjólafélags lýðveldisins, en malbik hefur verið sérstaklega sleipt í sumar innanbæjar. „Þetta er stórhættulegt.“ Hrönn segir ástandið sérlega slæmt innanbæjar í ár og vandamálið útbreiddara en áður. „Það er eins og það sé búið að setja olíu eða matarolíu í malbikið, ég veit ekki hvort það er repjuolía eða hvað. Það er mun erfiðara að hjóla í þessu en olíuminna malbiki. Ef það rignir smá eða ef það er raki í lofti verður þetta ennþá hálla.“ Hrönn segir þetta sérstaklega hættulegt þegar litið er til þess að það er mikið af nýju hjólafólki úti í umferðinni. „Gripið okkar er svo rosalega lítið, við höfum auðvitað bara tvö dekk miðað við fjögur dekk á bílum. En bílar hljóta þó að finna fyrir þessu líka, þetta er svo mikið í ár.“Hrönn er formaður Sniglanna.Vísir/Úr einkasafniHrönn segir það hafa komið upp af og til að malbik sé sérlega sleipt á afmörkuðum stöðum innabæjar. Til að mynda hafi verið hættulegt svæði við Smáralind í fyrra og hafi hún haft samband við Vegagerðina vegna þess. Það sé þó lítið gert í raun og að hún fái að heyra að vega þurfi meiri hagsmuni við minni. „Ég myndi halda að heilsa og mannslíf væru mestu hagsmunirnir, það mikilvægasta. Það gleymist alltaf að taka með í reikninginn hvað það kostar þegar einhver slasar sig, þannig að ég veit ekki með þetta með meiri hagsmuni fram yfir minni. Vegagerðin verður svolítið að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum efnum.“ Með tímanum leysist olían upp og malbikið verður stamara. En það getur tekið marga mánuði að sögn Hrannar. „Það er rosalega óþægilegt að fara af venjulegu malbiki yfir á þetta. Þá verður maður að halda ró sinni og vona það besta. En það finna allir fyrir því að gripið verður verra og þá hefur maður minni stjórn á aðstæðum,“ útskýrir Hrönn. „Og að gefnu tilefni þá má kannski minnast á að bifhjólamenn keyra yfirleitt alltaf á löglegum hraða,“ segir Hrönn að lokum og hlær.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira