Malbik sérlega hált í ár: „Þetta er stórhættulegt“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. ágúst 2015 20:05 Bifhjólamenn og -konur finna fyrir sleipu malbiki. Vísir/Vilhelm „Þetta er mjög slæmt. Það má lítið út af bregða ef þú þarft að nauðhemla,“ segir Hrönn Bjargar Harðardóttir, formaður Sniglanna bifhjólafélags lýðveldisins, en malbik hefur verið sérstaklega sleipt í sumar innanbæjar. „Þetta er stórhættulegt.“ Hrönn segir ástandið sérlega slæmt innanbæjar í ár og vandamálið útbreiddara en áður. „Það er eins og það sé búið að setja olíu eða matarolíu í malbikið, ég veit ekki hvort það er repjuolía eða hvað. Það er mun erfiðara að hjóla í þessu en olíuminna malbiki. Ef það rignir smá eða ef það er raki í lofti verður þetta ennþá hálla.“ Hrönn segir þetta sérstaklega hættulegt þegar litið er til þess að það er mikið af nýju hjólafólki úti í umferðinni. „Gripið okkar er svo rosalega lítið, við höfum auðvitað bara tvö dekk miðað við fjögur dekk á bílum. En bílar hljóta þó að finna fyrir þessu líka, þetta er svo mikið í ár.“Hrönn er formaður Sniglanna.Vísir/Úr einkasafniHrönn segir það hafa komið upp af og til að malbik sé sérlega sleipt á afmörkuðum stöðum innabæjar. Til að mynda hafi verið hættulegt svæði við Smáralind í fyrra og hafi hún haft samband við Vegagerðina vegna þess. Það sé þó lítið gert í raun og að hún fái að heyra að vega þurfi meiri hagsmuni við minni. „Ég myndi halda að heilsa og mannslíf væru mestu hagsmunirnir, það mikilvægasta. Það gleymist alltaf að taka með í reikninginn hvað það kostar þegar einhver slasar sig, þannig að ég veit ekki með þetta með meiri hagsmuni fram yfir minni. Vegagerðin verður svolítið að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum efnum.“ Með tímanum leysist olían upp og malbikið verður stamara. En það getur tekið marga mánuði að sögn Hrannar. „Það er rosalega óþægilegt að fara af venjulegu malbiki yfir á þetta. Þá verður maður að halda ró sinni og vona það besta. En það finna allir fyrir því að gripið verður verra og þá hefur maður minni stjórn á aðstæðum,“ útskýrir Hrönn. „Og að gefnu tilefni þá má kannski minnast á að bifhjólamenn keyra yfirleitt alltaf á löglegum hraða,“ segir Hrönn að lokum og hlær. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
„Þetta er mjög slæmt. Það má lítið út af bregða ef þú þarft að nauðhemla,“ segir Hrönn Bjargar Harðardóttir, formaður Sniglanna bifhjólafélags lýðveldisins, en malbik hefur verið sérstaklega sleipt í sumar innanbæjar. „Þetta er stórhættulegt.“ Hrönn segir ástandið sérlega slæmt innanbæjar í ár og vandamálið útbreiddara en áður. „Það er eins og það sé búið að setja olíu eða matarolíu í malbikið, ég veit ekki hvort það er repjuolía eða hvað. Það er mun erfiðara að hjóla í þessu en olíuminna malbiki. Ef það rignir smá eða ef það er raki í lofti verður þetta ennþá hálla.“ Hrönn segir þetta sérstaklega hættulegt þegar litið er til þess að það er mikið af nýju hjólafólki úti í umferðinni. „Gripið okkar er svo rosalega lítið, við höfum auðvitað bara tvö dekk miðað við fjögur dekk á bílum. En bílar hljóta þó að finna fyrir þessu líka, þetta er svo mikið í ár.“Hrönn er formaður Sniglanna.Vísir/Úr einkasafniHrönn segir það hafa komið upp af og til að malbik sé sérlega sleipt á afmörkuðum stöðum innabæjar. Til að mynda hafi verið hættulegt svæði við Smáralind í fyrra og hafi hún haft samband við Vegagerðina vegna þess. Það sé þó lítið gert í raun og að hún fái að heyra að vega þurfi meiri hagsmuni við minni. „Ég myndi halda að heilsa og mannslíf væru mestu hagsmunirnir, það mikilvægasta. Það gleymist alltaf að taka með í reikninginn hvað það kostar þegar einhver slasar sig, þannig að ég veit ekki með þetta með meiri hagsmuni fram yfir minni. Vegagerðin verður svolítið að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum efnum.“ Með tímanum leysist olían upp og malbikið verður stamara. En það getur tekið marga mánuði að sögn Hrannar. „Það er rosalega óþægilegt að fara af venjulegu malbiki yfir á þetta. Þá verður maður að halda ró sinni og vona það besta. En það finna allir fyrir því að gripið verður verra og þá hefur maður minni stjórn á aðstæðum,“ útskýrir Hrönn. „Og að gefnu tilefni þá má kannski minnast á að bifhjólamenn keyra yfirleitt alltaf á löglegum hraða,“ segir Hrönn að lokum og hlær.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira