Innipúkar hlaupa undir bagga með fórnarlömbum þjófnaðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. ágúst 2015 14:32 Frá Innipúkanum í gær. vísir/nanna Aðstandendur og listamenn tónlistarhátíðarinnar Innipúkans hafa ákveðið að leggja Alexöndru Baldursdóttur, gítarleikara Mammút, og kærasta hennar lið. Þau urðu fyrir barðinu á þjófum sem brutust inn til þeirra og rændu af þeim hörðum diskum, tölvum og ýmsum raftækjum. „Við vorum að ræða málin í kjölfar þessara ömurlegu fregna og í upphafi byrjaði þetta frekar smátt,“ segir Ásgeir Guðmundsson, annar skipuleggjenda hátíðarinnar. Í upphafi var ákveðið að þrjúhundruð krónur af hverju skoti af Fernet Branca myndi renna til parsins en í kjölfarið fór boltinn að rúlla.Sjá einnig: Ógrynni af efni frá Mammút í þjófshöndum „Þetta vatt upp á sig. Ég fékk símtal frá tónlistarmönnum sem spila á hátíðinni og þeir vildu láta fjórðung kaups síns renna til þeirra. Í kjölfarið heyrðum við í fleirum og það hafa allir tekið vel í þetta. Margir umboðsmannanna ætla einnig að gefa sín laun til þeirra,“ segir Ásgeir. „Það er mjög þungbært að lenda í atviki sem þessu, bæði tilfinningalega og fjárhagslega. Það er erfiðara að bæta tilfinningalega tjónið en við ætlum að reyna að sjá til þess að fjárhagslega tjónið verði helst ekkert.“ Í gær var boðið upp á heljarinnar dagskrá á Húrra og Gauknum og seldust allir miðar upp. Jakob Frímann Magnússon og AmabAdamA stigu saman á stokk en einnig mátti berja Vaginaboys og Retro Stefson augum. Maus var með endurkomu og drengirnir í Úlfi Úlfi rifu svo þakið af Gauknum undir lok kvöldsins. Í kvöld má sjá Sing Fang, Vök, Sturla Atlas og Gísla Pálma. Að auki kemur Steed Lord alla leið frá Los Angeles og Sudden Weather Change býður upp á endurkomu. Ásgeir býst við jafn góðri stemningu í kvöld og annað kvöld og var í gær. „Þetta gekk framar vonum og það voru allir að skemmta sér svo fallega. Tónlistin er náttúrulega frábær og öll dagskrá hélt. Við búumst við því að kvöldið í kvöld verði eins,“ segir Ásgeir að lokum.Þegar við vorum bókstaflega á fjórum fótum heima að taka til eftir kjarnorkusprenginguna sem óprúttnu aðilunum tókst að...Posted by Alexandra Baldursdóttir on Friday, 31 July 2015 Tengdar fréttir Kirkjutröppuhlaup, drullubolti og brekkusöngur: „Það verður drullugaman“ Hvert ætlar þú að fara um verslunarmannahelgina? 31. júlí 2015 13:02 Amabadama spilar lög Stuðmanna Reggíhljómsveitin ætlar að koma fram með Stuðmanninum Jakobi Frímanni Magnússyni á Innipúkanum um verslunarmannahelgina. Nýtt lag líka væntanlegt. 30. júní 2015 10:00 Skemmta sér vel og fallega Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í fjórtánda sinn um helgina og lokið hefur verið við að tyrfa útisvæðið. 1. ágúst 2015 10:30 Hvað ætlar þú að gera um helgina? Mesta ferðahelgi ársins er að ganga í garð og margir verða á faraldsfæti enda er mikið af útihátíðum víða um land. 30. júlí 2015 11:15 Goðsagnir áfram á Innipúkanum Skipulagningin á tónlistarhátíðinni Innipúkinn 2015 er komin vel á veg. 15. maí 2015 11:00 Mest lesið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Aðstandendur og listamenn tónlistarhátíðarinnar Innipúkans hafa ákveðið að leggja Alexöndru Baldursdóttur, gítarleikara Mammút, og kærasta hennar lið. Þau urðu fyrir barðinu á þjófum sem brutust inn til þeirra og rændu af þeim hörðum diskum, tölvum og ýmsum raftækjum. „Við vorum að ræða málin í kjölfar þessara ömurlegu fregna og í upphafi byrjaði þetta frekar smátt,“ segir Ásgeir Guðmundsson, annar skipuleggjenda hátíðarinnar. Í upphafi var ákveðið að þrjúhundruð krónur af hverju skoti af Fernet Branca myndi renna til parsins en í kjölfarið fór boltinn að rúlla.Sjá einnig: Ógrynni af efni frá Mammút í þjófshöndum „Þetta vatt upp á sig. Ég fékk símtal frá tónlistarmönnum sem spila á hátíðinni og þeir vildu láta fjórðung kaups síns renna til þeirra. Í kjölfarið heyrðum við í fleirum og það hafa allir tekið vel í þetta. Margir umboðsmannanna ætla einnig að gefa sín laun til þeirra,“ segir Ásgeir. „Það er mjög þungbært að lenda í atviki sem þessu, bæði tilfinningalega og fjárhagslega. Það er erfiðara að bæta tilfinningalega tjónið en við ætlum að reyna að sjá til þess að fjárhagslega tjónið verði helst ekkert.“ Í gær var boðið upp á heljarinnar dagskrá á Húrra og Gauknum og seldust allir miðar upp. Jakob Frímann Magnússon og AmabAdamA stigu saman á stokk en einnig mátti berja Vaginaboys og Retro Stefson augum. Maus var með endurkomu og drengirnir í Úlfi Úlfi rifu svo þakið af Gauknum undir lok kvöldsins. Í kvöld má sjá Sing Fang, Vök, Sturla Atlas og Gísla Pálma. Að auki kemur Steed Lord alla leið frá Los Angeles og Sudden Weather Change býður upp á endurkomu. Ásgeir býst við jafn góðri stemningu í kvöld og annað kvöld og var í gær. „Þetta gekk framar vonum og það voru allir að skemmta sér svo fallega. Tónlistin er náttúrulega frábær og öll dagskrá hélt. Við búumst við því að kvöldið í kvöld verði eins,“ segir Ásgeir að lokum.Þegar við vorum bókstaflega á fjórum fótum heima að taka til eftir kjarnorkusprenginguna sem óprúttnu aðilunum tókst að...Posted by Alexandra Baldursdóttir on Friday, 31 July 2015
Tengdar fréttir Kirkjutröppuhlaup, drullubolti og brekkusöngur: „Það verður drullugaman“ Hvert ætlar þú að fara um verslunarmannahelgina? 31. júlí 2015 13:02 Amabadama spilar lög Stuðmanna Reggíhljómsveitin ætlar að koma fram með Stuðmanninum Jakobi Frímanni Magnússyni á Innipúkanum um verslunarmannahelgina. Nýtt lag líka væntanlegt. 30. júní 2015 10:00 Skemmta sér vel og fallega Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í fjórtánda sinn um helgina og lokið hefur verið við að tyrfa útisvæðið. 1. ágúst 2015 10:30 Hvað ætlar þú að gera um helgina? Mesta ferðahelgi ársins er að ganga í garð og margir verða á faraldsfæti enda er mikið af útihátíðum víða um land. 30. júlí 2015 11:15 Goðsagnir áfram á Innipúkanum Skipulagningin á tónlistarhátíðinni Innipúkinn 2015 er komin vel á veg. 15. maí 2015 11:00 Mest lesið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Kirkjutröppuhlaup, drullubolti og brekkusöngur: „Það verður drullugaman“ Hvert ætlar þú að fara um verslunarmannahelgina? 31. júlí 2015 13:02
Amabadama spilar lög Stuðmanna Reggíhljómsveitin ætlar að koma fram með Stuðmanninum Jakobi Frímanni Magnússyni á Innipúkanum um verslunarmannahelgina. Nýtt lag líka væntanlegt. 30. júní 2015 10:00
Skemmta sér vel og fallega Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í fjórtánda sinn um helgina og lokið hefur verið við að tyrfa útisvæðið. 1. ágúst 2015 10:30
Hvað ætlar þú að gera um helgina? Mesta ferðahelgi ársins er að ganga í garð og margir verða á faraldsfæti enda er mikið af útihátíðum víða um land. 30. júlí 2015 11:15
Goðsagnir áfram á Innipúkanum Skipulagningin á tónlistarhátíðinni Innipúkinn 2015 er komin vel á veg. 15. maí 2015 11:00