Kaffihúsið og kleinuhringjastaðurinn Dunkin‘ Donuts opnar í fyrramálið en þegar hefur myndast röð fyrir utan staðinn. Eigendur staðarins hafa gefið út að fyrstu fimmtíu gestirnir fái glaðning. Þeir sem þegar voru mættir nú fyrir níu í kvöld, tólf tímum fyrir opnunina, ætla greinilega ekki að missa af því en samkvæmt síðu Dunkin‘ Donuts er um að ræða stimpilkort fyrir frían kassa af kleinuhringjum í heilt ár.
Mikill áhugi er fyrir staðnum en þegar þetta er skrifað hafa yfir tólf þúsund manns látið sér líka við íslensku Dunkin‘ Donuts síðuna á Facebook.
Þó eru ekki allir sáttir við að fyrirtækið opni stað í miðbæ Reykjavíkur. Krummi í Mínus mótmælti komu staðarins með mynd á Facebook til að mynda.
Til stendur að opna sextán staði hér á landi.
„Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel. Þetta er búið að taka langan tíma. Það eru 18 mánuðir síðan að við hófum þetta ferli með Dunkin, en síðustu vikur hafa verið virkilega spennandi. Við erum búin að vera með fólk í þjálfun erlendis og síðan að þjálfa starfsmenn hér heima og nú er þetta allt að fara að bresta á,“ sagði Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dunkin' Donuts á Íslandi, í samtali við Stöð 2 fyrir helgi.
Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi

Tengdar fréttir

Fyrsti staðurinn tekur 50 manns í sæti
Fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður á Laugavegi 3 klukkan níu í fyrramálið.

Mótmæla komu Dunkin´ Donuts til Íslands
Krummi í Mínus er eindregið á móti því að keðja á borð við Dunkin' Donuts festi rætur á Íslandi.

Dunkin´Donuts verður með yfir 40 tegundir af kleinuhringjum
Fyrsti Dunkin´Donuts staðurinn hér á landi mun opna í sumar.

Dunkin' Donuts opnar á miðvikudag
Starfsmenn staðarins hafa sótt námskeið erlendis til að búa sig undir opnunina.