Innlent

Dagbók lögreglu: Brutust inn í verslun í Síðumúla

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Lögreglu barst tilkynning síðdegis í gær að ungum manni hafi tekist að stela fatnaði fyrir 200 þúsund krónur úr verslun í Smáralind og komst hann undan.
Lögreglu barst tilkynning síðdegis í gær að ungum manni hafi tekist að stela fatnaði fyrir 200 þúsund krónur úr verslun í Smáralind og komst hann undan. Vísir/Róbert
Fjórar manneskjur brutust inn í verslun við Síðumúla í Reykjavík um eitt í nótt. Styggð virðist hafa komið að þeim og reyndi fólkið að komast undan á bíl, en lögreglan stöðvaði hann og handtók fólkið.

Lögreglu barst tilkynning síðdegis í gær að ungum manni hafi tekist að stela fatnaði fyrir 200 þúsund krónur úr verslun í Smáralind og komst hann undan. Hann er ófundinn og er málið í rannsókn.

Bílvelta á Kjalarnesi

Bíll valt út af veginum á Kjalarnesi á tólfta tímanum í gærkvöldi. Vegfarendur sáu hvar tveir menn hlupu frá bílnum og létu lögreglu vita, sem handtók þá skömmu síðar. Ökumaðurinn er grunaður um ölvunarakstur og voru mennirnir fluttir á slysadeild, þar sem gert var að sárum þeirra, áður en þeir voru vistaðir í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×