Innlent

Meint lík útlendings reyndist öldauður Íslendingur

Birgir Olgeirsson skrifar
Við Þingvallavatn.
Við Þingvallavatn. Vísir/Pjetur
Lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt um látinn mann í sumarbústað við Þingvallavatn á fjórða tímanum í nótt. Lögregla og sjúkralið fór þegar á vettvang en tilkynnandi, sem virtist ölvaður, neitaði að gá frekar að ástandi mannsins sem hann sagði vera „útlendan og dökkan á hörund“ og honum ókunngur.

Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang reyndist sá sem tilkynnt var um í fölara lagi, íslenskur og öldauður drykkjufélagi tilkynnanda. Hvorugur þeirra reyndust illa haldnir af öðru en áfengisneyslu. Lögreglan segist hafa komið öldauða manninum í bústað sinn og ekki aðhafst meira en segir í tilkynningu  mennina vera á sjötugs og áttræðisaldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×