Innlent

Rúmlega helmingur gaf ekki stefnuljós við Fjarðarhraun

Bjarki Ármannsson skrifar
Könnunin var gerð í Hafnarfirði í morgun.
Könnunin var gerð í Hafnarfirði í morgun. Vísir/Daníel
Rúmlega helmingur ökumanna, eða 53%, gáfu ekki stefnuljós þegar þeir óku út úr hringtorginu á Fjarðarhrauni til móts við Flata-, Bæjar- og Garðahraun í morgun, í könnun sem VÍS gerði. Miðað við síðustu könnun sem VÍS gerði þar fyrir tveimur árum hafa ökumenn tekið sig á, en þá notuðu 66% ökumanna ekki stefnuljós.

Að því er segir í frétt á vef VÍS voru 1.136 bílar taldir í morgun.

„Eitt meginhlutverk stefnuljósa, er að vera öðrum vegfarendum til leiðbeiningar,“ segir í fréttinni. „Notkun á þeim liðkar fyrir umferð og bætir flæði hennar til muna. Einnig minnkar rétt notkun stefnuljósa hættuna á slysum. Það á sérstaklega við í hringtorgum, þegar verið er að skipta um akrein, taka framúr eða beygja út af vegi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×