Innlent

Lögreglan lýsir eftir bifreið

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir bifreiðinni OA-895. Bifreiðin er brún Skoda Octavia fólksbifreið frá árinu 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Ekki er gefin upp ástæða þess að bílsins er leitað.

„Þeir sem geta gefið upplýsingar um bifreiðina eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×