Innlent

Biðin eftir Leynigarðinum lengist

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Leynigarðurinn seldist upp á örskotstundu.
Leynigarðurinn seldist upp á örskotstundu. Mynd/Bjartur
Margir bíða ef til vill með eftirvæntingu eftir fullorðinslitabókinni Leynigarðinum sem hefur vakið mikla athygli eftir að fyrsta upplagið kom út í sumar. Upplagið seldist upp á tíu dögum hjá bókaforlaginu Bjarti en nokkur eintök af bókinni má þó finna í einstaka bókabúðum. Í tilkynningu frá Bjarti segir að nýju upplagi seinki og verði ekki dreift í búðir á morgun eins og stóð til.

„Fyrsta upplag bókarinnar seldist upp á innan við tíu dögum og nýtt upplag átti að koma til landsins í dag og vera dreift á morgun, 21. júlí. En vegna misskilnings fór farmurinn ekki af stað á réttum tíma og var alls ekki mættur í Reykjavíkurhöfn þegar vörubílar Bjarts mættu á hafnarbakkann til þess að sækja góssið,“ segir í tilkynningu. „Við bíðum upplýsinga um staðfestan afhendingartíma, en við óttumst að þetta þýði 10 daga til 2 vikna seinkun. Það á ekki af okkur að ganga - stíf norðanátt og litabókalaust út júlí. En það birtir brátt og lifnar við með litum, sannið til.“

Leynigarður var upphaflega gefin út í Bretlandi og heitir á ensku Secret Garden og er höfundur hennar Johanna Basford. Íslenska útgáfan er þýdd af ljóðskáldinu Ingunni Snædal og er bókin gefin út af Bjarti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×