Innlent

Nýr fréttamiðill fyrir Suðurnesin settur í loftið

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Vefurinn fór í loftið í júní.
Vefurinn fór í loftið í júní.
Fréttamiðillinn Local Sudurnes er nýr frétta- og mannlífsmiðill sem settur var í loftið í júnímánuði.

Ritstjóri vefsins er Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson og hann segir vefinn hafa fengið góðar viðtökur og að heimsóknir aukist jafnt og þétt.

„Vefmiðillinn leggur, eins og nafnið gefur til kynna, áherslu á að miðla frétta- og mannlífstengdu efni frá öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum,“ segir í tilkynningu frá miðlinum. „Vefurinn var settur í gang þann 16. júní og það má segja að það hafi verið rennt svolítið blint í sjóinn,“ sagði Eyjólfur. „En það virðist vera markaður fyrir svona vef því heimsóknirnar eru alltaf að aukast og fólk hefur samband við okkur og lýsir yfir ánægju með vefinn og efnistökin þannig að þetta er komið til að vera,“ sagði Eyjólfur enn fremur í tilkynningu.

Hér má skoða hinn nýja Suðurnesjavef.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×