Innlent

Ferðamaðurinn fundinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Alls leituðu 69 björgunarsveitarmenn að manninum þegar mest var í nótt.
Alls leituðu 69 björgunarsveitarmenn að manninum þegar mest var í nótt. vísir/ernir
Þýski ferðamaðurinn sem leitað hafði verið að síðan á miðnætti í nótt á hálendinu á milli Hofsjökuls og Kjalvegar er fundinn heill á húfi. Maðurinn hafði verið á göngu í alla nótt en var mjög vel búinn.

Að sögn Hilmars Frímannssonar í svæðisstjórn björgunarsveita Landsbjargar í Húnavatnssýslu var maðurinn þreyttur eftir gönguna en annars í ágætu ásigkomulagi.

Þegar mest var leituðu 69 björgunarsveitarmenn að ferðamanninum úr björgunarsveitum í Húnavatnssýslu, Skagafirði, Eyjafirði og Árnessýslu. Maðurinn var með félaga sínum á göngu en varð viðskila við hann. Félaginn náði að komast niður á veginn, stöðva bíl og hringja á hjálp.

Hilmar segir að suddarigning hafi verið á svæðinu og rok í alla nótt. Þá var frekar kalt fyrir þennan árstíma, um 3-4 stiga hiti.


Tengdar fréttir

Víðtæk leit við Hofsjökul

Víðtæk leit stendur nú yfir að þýskum ferðamanni á hálendinu á milli Hofsjökuls og Kjalvegar, en þar gengur nú á með skúrum og er skyggni fremur slæmt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×