Innlent

Búast má við umferðartöfum víða vegna gatnaframkvæmda

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vegfarendur eru hvattir til að fylgja þeim merkingum og leiðbeiningum sem uppi eru hverju sinni.
Vegfarendur eru hvattir til að fylgja þeim merkingum og leiðbeiningum sem uppi eru hverju sinni. vísir/pjetur
Búast má við umferðartöfum á Reykjanesbraut í dag þar sem unnið verður við fræsun og malbikun á Reykjanesbraut, milli Fífuhvammsvegar og fram yfir brú við Stekkjarbakka. Þrenging verður á Reykjanesbraut vegna þessa auk þess sem rampur upp á Breiðholtsbraut verður lokaður meðan á framkvæmdum stendur til klukkan 18 í dag.

Þá verður unnið fram eftir degi við fræsingu og malbikun á Suðurlandsvegi frá Breiðholtsbraut að Hádegismóum og einni á Vesturlandsvega á milli Víkurvegar og Úlfarfellsvegar. Einungis verður lokað á þeirri akrein sem unnið er á.

Einnig verður unnið við malbikun á þjóðvegi 1 við Hellu og verður hringtorgið lokað að hluta meðan á framkvæmd stendur.

Vegna framkvæmda við undirgöng undir Vesturlandsveg á móts við Aðaltún í Mosfellsbæ, er umferð þar nú beint um hjáleið. Hraði er tekinn niður í 50 km/klst. Áætlað er að nota þurfi hjáleiðina fram yfir miðjan september og að framkvæmdum ljúki í nóvember.                   

                                                

Verið er að ganga frá tengingu núverandi Álftanesvegar við þann hluta sem endurbyggður var 2014 við Garðaholt. Loka þarf veginum á meðan og verður hjáleið um Garðaholtsveg og Garðaveg. Vinnan hefur ekki áhrif á umferð gangandi og hjólandi vegfarenda um göngustíginn.  Verkinu á að ljúka 22. júlí.

Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur og eru hvattir til að fylgja þeim merkingum og leiðbeiningum sem uppi eru hverju sinni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×