Innlent

Lögreglan lýsir eftir Lilju Jóhönnu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lilja Jóhanna Bragadóttir.
Lilja Jóhanna Bragadóttir. mynd/lögreglan
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Lilju Jóhönnu Bragadóttur, 38 ára.

Lilja er 160 sm á hæð, um 80 kg og með rautt, axlarsítt hár. Hún er talin vera í bláum gallabuxum og ljósbleikri peysu.

Síðast er vitað um ferðir Lilju um hádegisbil í gær, mánudaginn 20. júlí, en þá fór hún að heiman á bifreiðinni OA-895, sem er ljósbrúnn Skoda Octavia.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Lilju eru beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 112.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×