Innlent

Kaupás innkallar tvær gerðir naan-brauðs

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Vörurnar sem um ræðir
Vörurnar sem um ræðir
Kaupás hefur ákveðið að innkalla tvær gerðir naan-brauðs eftir að mygla fannst í nokkrum brauðum. Gerðirnar sem um ræðir eru venjulegt naan og að auki naan sem kryddað hefur verið með hvítlauk. Í hverri pakkningu eru tvö brauð.

Brauðin hafa fengist í verslunum Krónunnar, Kjarvals og Nóatúni um allt land. Þeir sem eiga þau geta farið með þau í verslunina þar sem þeir keyptu þau og skilað þeim þar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×