Innlent

Brotist inn í strætisvagna á Selfossi

Gissur Sigurðsson skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. vísir/gva
Brotist var inn í fjóra strætisvagna í nótt, þar sem þeir stóðu á geymslusvæði við Gagnheiði á Selfossi. Bílstjórar urðu þess varir þegar þeir mættu til vinnu rétt fyrir klukkan sex í morgun.

Sérstakir kassar, sem taka við farmiðum, voru brotnir upp í öllum bílunum og er talið að þjófarnir hafi verið að leita þar að peningum, en peningar eru aldrei settir í þessa kassa.

Ekki er vitað hver eða hverjir voru þarna að verki en lögregla rannsakar nú málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×