Innlent

Skip rákust saman í Vestmannaeyjahöfn

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
vísir/óskar friðriksson
Ístogarinn Jón Vídalín VE-82 sigldi utan í togarann Kap VE-4 í Vestmannaeyjahöfn nú skömmu eftir klukkan tíu í morgun. Bæði skipin eru gerð út af Vinnslustöðinni hf.

vísir/óskar friðriksson
Áreksturinn atvikaðist þannig að verið var að bakka Jóni Vídalín í höfninni. Þegar skipstjórinn ætlaði að sigla áfram neituðu stjórntækin að taka við sér þannig að óumflúið var að skipið lenti á Kap.

Kap belgdist nokkuð þar sem togarinn skall á skipinu og nokkuð stórt gat kom á það ofarlega á bakborðs kinnungnum. Mestu skemmdirnar urðu stjórnborðsmegin þar sem skipið skall á bryggjunni en þar gekk síða þess inn á um tíu metra kafla. Jón Vídalín slapp með skemmdan gálga og bögglabera.

Samkvæmt heimildum Vísis verður soðið í gatið á Kap og það mun klára kolmunavertíðina áður en það fer í slipp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×