Innlent

Vinna hafin á ný við göngubrúna í Norðlingaholti

Atli Ísleifsson skrifar
Dagur segir að niðurstaðan sé sú að þrátt fyrir að vinna við steypu á brúnni hafi ekki verið eins og ætlast var til þá sé mannvirkið fullkomlega öruggt.
Dagur segir að niðurstaðan sé sú að þrátt fyrir að vinna við steypu á brúnni hafi ekki verið eins og ætlast var til þá sé mannvirkið fullkomlega öruggt. Vísir/GVA
Vinna við gerð göngu- og hjólabrúar í Norðlingaholti er hafin á ný. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Dagur segir að niðurstaðan sé sú að þrátt fyrir að vinna við steypu á brúnni hafi ekki verið eins og ætlast var til þá sé mannvirkið fullkomlega öruggt. „Brúin verður „spennt upp“ í dag og farið verður að fjarlægja mótaundirslátt eftir helgi. Það er svo gert ráð fyrir að hægt verði að taka brúna í notkun upp úr miðjum september.“

Hann segir afleitt að hlé hafi orðið á vinnu við gerð brúarinnar þar sem þetta sé mikivæg tenging, ekki síst fyrir krakka sem sækja íþróttir, sund og annað félagsstarf úr Norðlingaholti í Fylkis-Lautina og fimleikastarf Fylkis sem er staðsett í Norðlingaholti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×