Innlent

„Bitarnir eru jafn háir“

Birgir Olgeirsson skrifar
Úr eftirlitsmyndavél Hvalfjarðarganga þar sem sést hvernig flutningabíl var ekið á hæðarslá við suðurmunna ganganna.
Úr eftirlitsmyndavél Hvalfjarðarganga þar sem sést hvernig flutningabíl var ekið á hæðarslá við suðurmunna ganganna. Vísir/YouTube
„Bitarnir eru jafn háir,“ segir Marínó Tryggvason, afgreiðslustjóri og öryggisfulltrúi Spalar ehf., um hæðarslárnar í Hvalfjarðargöngum sem hafa verið talsvert til umræðu í dag. Spölur ehf. deildi myndbandi úr öryggismyndavél ganganna þar sem sést hvernig flutningabíl var ekið á hæðarslá  yfir suðurmunna Hvalfjarðarganga að kvöldi fimmtudagsins 16. júlí.

Hefur þeirri spurningu verið varpað fram í athugasemdakerfum hvers vegna bíllinn rakst einungis í hæðarslána yfir suðurmunna ganganna en ekki norðan megin. Marínó segist ekki vita hvers vegna bíllinn rakst einungis í hæðarslána við suðurmunna ganganna en segir þær vera í sömu hæð.

Flutningabíllinn var á suðurleið þegar hann lenti af miklu afli á hæðarslánni þvert yfir akbrautum við suðurmunna ganganna, stálbita sem er í yfir 4,2 metra hæð. Í tilkynningu frá Speli ehf. kom fram að farmur bílsins hefði verið vel yfir löglegri hæð, sem er 4,2 metrar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×