Innlent

Lögreglan leitar manns í tengslum við rannsókn atviks

Birgir Olgeirsson skrifar
Þekkir þú manninn?
Þekkir þú manninn? Vísir/Facebook
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir upplýsingum um hver maðurinn á myndinni er en hans er leitað í tengslum við rannsókn lögreglu á atviki sem átti sér stað í útibúi Íslandsbanka, Höfðabakka 9, þann 9.júlí sl. um kl.16. Maðurinn er talinn hafa farið af vettvangi á vespu. 

Lögreglan biður manninn um að hafa samband við lögreglu. Maðurinn, eða þeir sem vita hver maðurinn er, eru beðnir um að hafa samband í síma 444-1000, senda tölvupóst á netfangið einar.asbjornsson@lrh.is eða senda einkaskilaboð á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir upplýsingum um hver maðurinn á myndinni er en hans er leitað í tengslum við...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Thursday, July 23, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×