Innlent

Maður í sjálfheldu í Einhyrningi

Atli Ísleifsson skrifar
Einhyrningur er innst í Fljótshlíð, afar bratt og illfært þrátt fyrir að vera ekki nema rúmir 600 metrar á hæð.
Einhyrningur er innst í Fljótshlíð, afar bratt og illfært þrátt fyrir að vera ekki nema rúmir 600 metrar á hæð. Vísir
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út vegna manns sem er í sjálfheldu í fjallinu Einhyrningi.

Maðurinn er ekki slasaður en kemst hvorki lönd né strönd og þarf því aðstoð fjallamanna björgunarsveitanna til að komast niður, að því er segir í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu.

„Einhyrningur er innst í Fljótshlíð, afar bratt og illfært þrátt fyrir að vera ekki nema rúmir 600 metrar á hæð. Kona mannsins bíður á flötunum neðan við fjallið svo björgunarmenn ættu að vera skjótir til aðstoðar.“

Björgunarsveitir frá Hvolsvelli, undan Eyjafjöllum og úr Landeyjum hafa verið kallaðar út vegna mannsins.

Uppfært 19.15: Maðurinn sem var í sjálfheldu er komin niður á jafnsléttu með björgunarmönnum. Um var að ræða tvítugan dreng frá Danmörku sem var á ferð með fjölskyldu sinni sem lenti í sjálfheldu í fjallinu Einhyrningi. Björgunarmenn komu að honum um 16:50 og voru komnir niður með honum um 17:40. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×