Innlent

Týndur göngumaður á Vesturlandi

Bjarki Ármannsson skrifar
Björgunarsveitir frá Búðardal hafa verið kallaðar út.
Björgunarsveitir frá Búðardal hafa verið kallaðar út. Vísir/Pjetur
Björgunarsveitin Ósk í Búðardal var kölluð út fyrr í kvöld til leitar að ferðalangi sem er týndur milli Laugardals og Langavatnsdals.

Samkvæmt tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg telja björgunarmenn sig vita á hvaða leið ferðalangurinn er. Finnist hann ekki fljótlega munu fleiri hópar verða kallaðir út til aðstoðar en ljómandi gott veður er á þessum slóðum.  

Uppfært 21.10: Ferðalangurinn er fundinn. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu var um að ræða íslenska stúlku sem vel var útbúin til útivistar og hélt för sinni áfram. Aðstandendur hennar höfðu óttast um hana og óskuðu eftir því að leitað væri að henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×