Innlent

Söfnuðu hálfri milljón fyrir krabbameinssjúk börn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Einar Björnsson fulltrúi Kótelettunnar, og Hjörtur Freyr Vigfússon, fulltrúi Golfklúbbssins Tudda, að afhenda Grétu Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóra SKB, söfnunarféð sem nam 506.000 krón
Einar Björnsson fulltrúi Kótelettunnar, og Hjörtur Freyr Vigfússon, fulltrúi Golfklúbbssins Tudda, að afhenda Grétu Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóra SKB, söfnunarféð sem nam 506.000 krón mynd/skb
Golfklúbburinn Tuddi safnaði 506 þúsund krónum til styrktar SKB, Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, með sölu á kótelettum fyrr í sumar.

Styrktarsalan fór fram á bæjarhátíðinni Kótelettunni á Selfossi í júní, á BBQ Grill Festival. Tuddarnir gáfu SKB 1.500 kótelettur auk þess sem þeir stóðu vaktina á grillinu á hátíðinni.

Gestir Kótelettunnar létu sitt ekki eftir liggja og voru duglegir að styrkja átakið og kaupa kótelettur en söfnunarféð var afhent SKB nú í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×