Innlent

Grunur um skothvelli í Norðlingaholti

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vegfarandi segir í samtali við Vísi að lögreglumaður hafi tilkynnt sér að hann kynni að vera í lífshættu héldi hann för sinni áfram framhjá lokunum lögreglunnar.
Vegfarandi segir í samtali við Vísi að lögreglumaður hafi tilkynnt sér að hann kynni að vera í lífshættu héldi hann för sinni áfram framhjá lokunum lögreglunnar. Vísir/Jón Evert
Sérsveit lögreglunnar var kölluð til upp úr miðnætti í nótt vegna tilkynningar um hvelli í Norðlingaholti í Reykjavík.

Talið var í upphafi að um skothvelli væri að ræða og var fjöldi lögreglumanna kallaður til.  

Lögreglan var með mikið viðbúnað í hverfinu og lokaði meðal annars akstursleiðum inn í Norðlingaholt í um klukkustund, frá 00:30 til 01:30 eftir því sem heimildir Vísis herma.

Þórir Ingvarsson, rannsóknarlögreglumaður, segir í samtali við Vísi að við eftirgrennslan hafi komið í ljós að fátt gæfi til kynna að um skothvelli hafi verið að ræða.

Engin ummerki hafi fundist á vettvangi og engar líkur taldar á að skotum hafi verið hleypt af í hverfinu.

Orsakir hvellanna eru þó enn ókunnar að sögn Þóris.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×