Sport

Gunnar og Conor báðir í löglegri þyngd | Sjáðu lætin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar og Thatch í kvöld.
Gunnar og Thatch í kvöld. Vísir/Getty
Það var ótrúleg flott stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld þegar vigtun fyrir UFC 189 fór fram.

Gunnar Nelson náði vigt eins og venjulega. Hann var 169,5 pund sem er hálfu pundi undir veltivigtartakmarkinu. Andstæðingur Gunnars var 170,5 pund.

Conor McGregor náði einnig vigt og var svo nánast búinn að lenda í slagsmálum við Chad Mendes á sviðinu. Það verða einhver læti hjá þeim á morgun og miðað við tíst frá þjálfara Conors og Gunnars, John Kavanagh, virðast lætin hafa byrjað baksviðs.

Írarnir áttu salinn. Bandaríkjamenn voru í minnihluta og baulað á þá er þeir gengu í salinn. Kynnir kvöldsins, Joe Rogan, sagði að þetta væri ekki eins og að vera í Las Vegas. Þetta væri bara Dublin. Orð að sönnu.

Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is.

DO. NOT. MISS. THIS!!! Chad Mendes vs. Conor McGregor at UFC 189.

Posted by UFC on Friday, July 10, 2015
MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×