Innlent

Gísli Hjalta sótti slasaðan mann

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Björgunarbáturinn Gísli Hjalta er hér til hægri.
Björgunarbáturinn Gísli Hjalta er hér til hægri. Vísir
Allar björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar, á norðanverðum Vestfjörðum, voru kallaðar út vegna neyðarboðs frá ferðafólki í Jökulfjörðum.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að boð hafi borist frá neyðarsendi og vitað var af erlendu ferðafólki í Lónsfirði með neyðarsendi sem þau höfðu fengið að láni frá Slysavarnafélaginu.

Góður undirbúningur ferðahópsins, sem hafði skilið eftir sig ferðaáætlun og tekið með sér neyðarsendi, varð til þess að fljótt og vel gekk að finna fólkið.

Björgunarskipið Gísli Hjalta var lagður af stað frá Bolungarvík með björgunarfólk  til að grennslast fyrir um hvað væri að og takast á við það neyðaratvik sem komið hefði upp.

Einn maður í hópnum reyndist hafa snúið sig illa á fæti og tók nærliggjandi skip hann um borð og sigldi með hann til Ísafjarðar

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×