Innlent

Tuttugu björgunarmenn bera slasaðan göngumann niður

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björgunarbáturinn Gísli Hjalta er hér til hægri.
Björgunarbáturinn Gísli Hjalta er hér til hægri. Vísir
Það tekur björgunarmenn tæpan klukkutíma að labba upp að Skorarvatni á norðanverðum Vestfjörðum en þar er slasaður göngumaður í 220 metra hæð.

Jón Arnar Gestsson, formaður svæðisstjórnar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á norðanverðum Vestfjörðum, segir að fyrstu menn séu nýkomnir til mannsins en fleiri séu á leiðinni upp eftir.

Björgunarskipin Gísli Hjalta og Helga Páls fóru af stað til Hrafnsfjarðar með björgunarfólk og búnað til að sækja manninn um klukkan átta í kvöld. Jón Arnar segir að alls fari um 20 manns í land til að bera manninn niður. Maðurinn er slasaður á fæti og getur ekki gengið.

„Það tekur svona 2-3 tíma að koma honum niður. Hann er þarna með hópi fólks í hestaferð og er svo þjáður að hann getur ekki setið á hesti.”

Jón segir að búast megi við því að maðurinn komist á Sjúkrahúsið á Ísafirði einhvern tíma eftir miðnætti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×