Innlent

Vagnstjóri sem staðinn var að glæfraakstri ekur ekki lengur á vegum Strætó

Bjarki Ármannsson skrifar
Úr myndbandi af framúrakstrinum, sem birt var á Facebook en hefur nú verið gert óaðgengilegt.
Úr myndbandi af framúrakstrinum, sem birt var á Facebook en hefur nú verið gert óaðgengilegt.
Vagnstjóri hjá Strætó sem varð uppvís að því að taka fram úr fólksbíl á miklum hraða á Akrafjallsvegi í síðasta mánuði er ekki lengur starfsmaður Hópbíla, sem sér um aksturinn. Myndband náðist af strætisvagninum taka fram úr þannig að ökumaður bifreiðar sem kom úr gagnstæðri átt þurfti að keyra út í kant, sem og ökumaður bifreiðarinnar sem tekið var fram úr.

„Hann er bara ekkert í vinnu hjá okkur lengur,“ segir Gísli Jens Friðjónsson, forstjóri Hópbíla, aðspurður hvernig tekið hafi verið á málinu. Hann vill þó ekki staðfesta að manninum hafi verið sagt upp vegna þessa atviks.

„Það skiptir ekki máli, það er bara búið að afgreiða það mál,“ segir Gísli.

Gísli segir jafnframt að tekið verði á máli vagnstjóra hjá leið tólf sem ók í dag aftan á fólksbíl á Sæbrautinni í Reykjavík. Samkvæmt farþega sem tjáði sig um áreksturinn í Facebook-hópnum Beauty Tips var vagnstjórinn að tala í farsíma við aksturinn þegar hann ók á.

„Það er bara verið að vinna í þessu máli,“ segir Gísli. „Ég frétti bara af þessu rétt áðan, en þetta er í vinnslu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×