Laugavegshlauparar eiga von á átta kílómetra snjókafla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2015 22:42 Laugavegurinn er ein vinsælasta gönguleið landsins og er alls 55 kílómetra löng. Mynd/Laugavegshlaupið Laugavegshlaupið fer fram á morgun í 19. sinn. Alls eru 429 hlauparar skráðir til keppni í ár, þar af 143 konur og 286 karlar en aldrei hafa fleiri verið skráðir til þátttöku en nú. Tæplega helmingur þátttakenda, eða 210 manns, koma frá öðrum löndum en Íslandi. Fjölmennastir eru Bandaríkjamenn, eða 65, þá Bretar sem eru 26 talsins og þriðja fjölmennasta þjóðin eru Kanadamenn, alls 18. Hlauparar eru af 29 mismunandi þjóðernum. Hlaupið hefst við skála Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum og endar við skála ferðafélagsins í Húsadal í Þórsmörk. Laugavegurinn er ein vinsælasta gönguleiðin um öræfi Íslands en leiðin er alls 55 kílómetrar. Venjan er að ganga Laugaveginn á fjórum dögum en besti hlaupatíminn í Laugavegshlaupi er 4 klukkustundir og 7 mínútur í karlaflokki og 5 klukkustundir í kvennaflokki.Veðurspáin fyrir hlaupafólk.Kort/Laugavegshlaupið Mikil hækkun er á leiðinni og því reynir hlaupið mikið á þátttakendur. Þá má auðvitað búast við öllu af íslenska sumarveðrinu en mikill snjór er á leiðinni og mega hlauparar búast við því að þurfa að hlaupa í snjó í um 8 kílómetra. Samkvæmt veðurspá sem nálgast má á heimasíðu hlaupsins má búast við 5-8 metrum á sekúndu í upphafi hlaups og allt að 10 metrum á sekúndu á hæsta punkti. Vindur ætti þó að minnka þegar líður á daginn og hlaupið en útlit er fyrir bjartviðri og háskýjahulu. Þá hefur jafnframt dregið úr líkum á þoku svo skyggni ætti að vera gott. Þorbergur Ingi Jónsson vann hlaupið í fyrra í karlaflokki og Elísabet Margeirsdóttir í kvennaflokki. Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Laugavegshlaupið fer fram á morgun í 19. sinn. Alls eru 429 hlauparar skráðir til keppni í ár, þar af 143 konur og 286 karlar en aldrei hafa fleiri verið skráðir til þátttöku en nú. Tæplega helmingur þátttakenda, eða 210 manns, koma frá öðrum löndum en Íslandi. Fjölmennastir eru Bandaríkjamenn, eða 65, þá Bretar sem eru 26 talsins og þriðja fjölmennasta þjóðin eru Kanadamenn, alls 18. Hlauparar eru af 29 mismunandi þjóðernum. Hlaupið hefst við skála Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum og endar við skála ferðafélagsins í Húsadal í Þórsmörk. Laugavegurinn er ein vinsælasta gönguleiðin um öræfi Íslands en leiðin er alls 55 kílómetrar. Venjan er að ganga Laugaveginn á fjórum dögum en besti hlaupatíminn í Laugavegshlaupi er 4 klukkustundir og 7 mínútur í karlaflokki og 5 klukkustundir í kvennaflokki.Veðurspáin fyrir hlaupafólk.Kort/Laugavegshlaupið Mikil hækkun er á leiðinni og því reynir hlaupið mikið á þátttakendur. Þá má auðvitað búast við öllu af íslenska sumarveðrinu en mikill snjór er á leiðinni og mega hlauparar búast við því að þurfa að hlaupa í snjó í um 8 kílómetra. Samkvæmt veðurspá sem nálgast má á heimasíðu hlaupsins má búast við 5-8 metrum á sekúndu í upphafi hlaups og allt að 10 metrum á sekúndu á hæsta punkti. Vindur ætti þó að minnka þegar líður á daginn og hlaupið en útlit er fyrir bjartviðri og háskýjahulu. Þá hefur jafnframt dregið úr líkum á þoku svo skyggni ætti að vera gott. Þorbergur Ingi Jónsson vann hlaupið í fyrra í karlaflokki og Elísabet Margeirsdóttir í kvennaflokki.
Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent