Innlent

Fimm handteknir vegna kínverska kynlífsmyndbandsins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan rannsakar hvort að kynlífsmyndbandið sé markaðsbrella af hálfu Uniqlo
Lögreglan rannsakar hvort að kynlífsmyndbandið sé markaðsbrella af hálfu Uniqlo vísir/epa
Kínverskir samfélagsmiðlar fóru á hliðina í liðinni viku vegna kynlífsmyndbands sem fór í dreifingu á vefnum. Myndbandið tók ungt par í mátunarklefa í verslun Uniqlo í Peking en parið hefur nú verið handtekið ásamt þremur öðrum vegna myndbandsins. Ekki er vitað hvernig þeir tengjast málinu.

Klám er bannað með lögum í Kína og gætu fimmmenningarnir því verið ákærðir vegna myndbandsins. Yfirvöld urðu ævareið vegna málsins og var flestum færslum um myndbandið eytt af samfélagsmiðlum. Yfirvöld sögðu myndbandið móðgun við sósalísk gildi landsins en Uniqlo hefur reynt að hreinsa sig af atvikinu.

Lögreglan rannsakar engu að síður hvort að myndbandið sé markaðsbrella af hálfu Uniqlo en verslunin hefur þvertekið fyrir að hafa haft nokkuð með gerð þess að gera.

Myndbandið, sem er 71 sekúnda að lengd, sýnir ungt par, nakta konu og svartklæddan karlmann, stunda kynlíf inn í mátunarklefa Uniqlo á meðan maðurinn tekur verknaðinn upp á símann sinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×