Körfubolti

Helgi Jónas stígur fram | Íhugaði sjálfsvíg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Helgi Jónas Guðfinsson.
Helgi Jónas Guðfinsson. Vísir
Helgi Jónas Guðfinsson, fyrrum landsliðsmaður í körfubolta og þjálfari, hefur bæst í hóp þann íþróttamanna sem segir frá baráttu sinni við þunglyndi.

Ingólfur Sigurðsson sagði frá sinni baráttu í viðtali við Morgunblaðið í fyrra og á dögunum ritaði Sigurbergur Elísson áhrifaríkan pistil á Fótbolta.net.

Helgi Jónas segir að hann hefur lengi viljað deila sinni sögu en ekki þorað. „Ég hef ekki haft hugrekki til þess. Ég skammaðist mín,“ skrifar Helgi Jónas á Facebook síðu sína.

„Með því að deila þessu væri ég að sýna vanmátt minn. Það er ekki hægt þegar maður er íþróttamaður. Íþróttamenn mega ekki sýna nein veikleikamerki.“

Helgi Jónas þakkar Sigurbergi fyrir að stíga fram og bætir við að það hafi veitt honum hugrekki til að segja sína sögu. Sú saga nær yfir allan hans íþróttaferil sem er mörkuð af lélegu andlegu ástandi, eins og hann segir sjálfur.

Saga hans er áhrifarík og segir frá baráttu við meiðsli, mótlæti í atvinnumennsku, áfengi og sjálfsvígshugsanir. Hann fann svo ánægjuna í því að spila fótbolta með Grindavík í efstu deild árið 2002 en ofþjálfun og meiðsli urðu til þess að hann náði sér ekki á strik næstu árin á eftir.

„Ástæðan fyrir að ég stíg loksins fram er sú að ég vill ekki að ungir íþróttamenn lendi í sama rugli og ég. Íþróttamenn sem stunda sína íþrótt í slæmu hugarástandi ná aldrei að sýna hvað í þeim býr. Það er bara ekki hægt,“ skrifar Helgi Jónas.

„Bataferlið hefur verið langt og það á ekki að taka íþróttamenn 10-15 ár að ná sér út úr þessum neikvæða vítahring. Þessi neikvæði vítahringur getur haft skelfilegar afleiðingar.“

Pistilinn má lesa í heild sinni hér fyrir neðan en Vísir fékk leyfi Helga Jónasar til að endurbirta hann hér.

Mig hefur lengi langað að deila þessari sögu með ykkur en ég hef ekki þorað því. Ég hef ekki haft hugrekki til þess....

Posted by Helgi Guðfinnsson on Thursday, July 2, 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×