78 milljarðar í vaxtagreiðslur ríkisins: „Þetta er óásættanlegt“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. júlí 2015 12:15 Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir það þó ekki standa til að auka tekjur ríkisins með aukinni skattheimtu. Vísir/Daníel Vaxtakostnaður ríkissjóðs á síðasta ári nam 78 milljörðum. Það er um 60 prósentum meira en rekstrarkostnaður Landspítalans í ár. Skuldir ríkisins lækkuðu lítið árið 2014 en vaxtakostnaðurinn er tilkominn vegna þeirra. Í ríkisreikningi fyrir síðasta ár kemur fram að skuldir ríkissjóðs námu tvö þúsund milljörðum króna. Vaxtabyrðin nam 11,4 prósentum af tekjum ríkissjóðs. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar segir um gríðarlegar upphæðir að ræða og það gangi ekki að ríkið sé að greiða svona mikið í vexti. „Þetta er óásættanlegt og ég hef oft farið yfir það bæði í þingræðum og annars staðar að vaxtakostnaður skuli nema jafnvel heils landspítala á ári. Það eru gríðarlegar upphæðir og eins og kom fram í ríkisfjármálaáætlun sem var verið að samþykkja í þinginu núna fyrir stuttu, þá erum við búin að greiða í vexti frá bankahruni 580 milljarða. og það sjá allir að þetta gengur ekki,“ segir hún. Skuldir ríkissjóðs hækkuðu lítillega að nafnvirði á síðasta ári en að raunvirði lækkuðu þær lítillega. Hlutfall skuldanna af vergri landsframleiðslu lækkaði í 102 prósent en var til samanburðar 117 prósent árið 2011. Vigdís segir að það sé áframhaldandi verkefni stjórnvalda að lækka skuldir. „Fjármálaráðherra hefur farið vel yfir það að það hefur ekki náðst að greiða niður skuldir því að afgangur af ríkissjóði er það lítill og það þurfa róttækar breytingar að koma til sem nú þegar hafa verið kynntar af ríkisstjórninni. Hluti af því er uppgjör við þrotabú gömlu bankanna auk þess að það hefur verið imprað á því að selja ríkiseignir sem fara þá beint í að greiða niður erlendar skuldir,“ segir hún. Vigdís segir það þó ekki standa til að auka tekjur ríkisins með aukinni skattheimtu. „Stefna ríkisins er að hækka ekki skatta heldur lækka þá með það að leiðarljósi að það auki veltu í samfélaginu og þannig fáum við auknar tekjur. Auðvitað erum við opin fyrir öllum tekjumöguleikum ríkisins, en það kemur ekki fram í aukinni skattheimtu,“ segir hún. Í ríkisreikningnum kemur einnig fram að rekstur ríkissjóðs skilaði 46 milljarða króna afgangi. Milljarðarnir eru fyrst og fremst til komnir vegna óreglulegra liða eins og arðgreiðslna frá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins. Alþingi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira
Vaxtakostnaður ríkissjóðs á síðasta ári nam 78 milljörðum. Það er um 60 prósentum meira en rekstrarkostnaður Landspítalans í ár. Skuldir ríkisins lækkuðu lítið árið 2014 en vaxtakostnaðurinn er tilkominn vegna þeirra. Í ríkisreikningi fyrir síðasta ár kemur fram að skuldir ríkissjóðs námu tvö þúsund milljörðum króna. Vaxtabyrðin nam 11,4 prósentum af tekjum ríkissjóðs. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar segir um gríðarlegar upphæðir að ræða og það gangi ekki að ríkið sé að greiða svona mikið í vexti. „Þetta er óásættanlegt og ég hef oft farið yfir það bæði í þingræðum og annars staðar að vaxtakostnaður skuli nema jafnvel heils landspítala á ári. Það eru gríðarlegar upphæðir og eins og kom fram í ríkisfjármálaáætlun sem var verið að samþykkja í þinginu núna fyrir stuttu, þá erum við búin að greiða í vexti frá bankahruni 580 milljarða. og það sjá allir að þetta gengur ekki,“ segir hún. Skuldir ríkissjóðs hækkuðu lítillega að nafnvirði á síðasta ári en að raunvirði lækkuðu þær lítillega. Hlutfall skuldanna af vergri landsframleiðslu lækkaði í 102 prósent en var til samanburðar 117 prósent árið 2011. Vigdís segir að það sé áframhaldandi verkefni stjórnvalda að lækka skuldir. „Fjármálaráðherra hefur farið vel yfir það að það hefur ekki náðst að greiða niður skuldir því að afgangur af ríkissjóði er það lítill og það þurfa róttækar breytingar að koma til sem nú þegar hafa verið kynntar af ríkisstjórninni. Hluti af því er uppgjör við þrotabú gömlu bankanna auk þess að það hefur verið imprað á því að selja ríkiseignir sem fara þá beint í að greiða niður erlendar skuldir,“ segir hún. Vigdís segir það þó ekki standa til að auka tekjur ríkisins með aukinni skattheimtu. „Stefna ríkisins er að hækka ekki skatta heldur lækka þá með það að leiðarljósi að það auki veltu í samfélaginu og þannig fáum við auknar tekjur. Auðvitað erum við opin fyrir öllum tekjumöguleikum ríkisins, en það kemur ekki fram í aukinni skattheimtu,“ segir hún. Í ríkisreikningnum kemur einnig fram að rekstur ríkissjóðs skilaði 46 milljarða króna afgangi. Milljarðarnir eru fyrst og fremst til komnir vegna óreglulegra liða eins og arðgreiðslna frá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins.
Alþingi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira