Innlent

Þingkona ósátt við þjónustu Símans: „Það er bara ykkur að kenna að velja að búa úti á landi“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jóhanna María Sigmundsdóttir býr í Ísafjarðardjúpi.
Jóhanna María Sigmundsdóttir býr í Ísafjarðardjúpi. vísir/pjetur
Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, vekur athygli á þjónustu Símans við viðskiptavini sína úti á landi og er ekki sátt. Segir hún í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að þjónustustefna Símans sé greinilega sú að allir eigi að flytja til Reykjavíkur en Jóhanna býr á sveitabænum Látrum í Ísafjarðardjúpi.

Þingkonan segir meðal annars frá því að hringt hafi verið í Símann frá sveitabæ í nágrenninu um daginn vegna bilunar. Á starfsmaðurinn sem svaraði að hafa sagt við viðkomandi: „Það er bara ykkur að kenna að velja að búa úti á landi.“

Í kvöld hafi svo heimasíminn á Látrum dottið út og segir Jóhanna að þau hafi því beðið mágkonu hennar á Ísafirði að hringja og kvarta:

„Svarið: „Við verðum að fá kvörtunina frá þeim sem skráð eru fyrir númerinu.“ - já sæll. Já krakkar mínir, þjónustustefnan hjá Símanum er greinilega að allir eigi að flytja til Reykjavíkur og ef maður getur ekki kvartað við þá prívat og persónulega sjálfur vegna símaleysis, þá á maður bara að sleppa því.“

Facebook-færslu Jóhönnu má sjá hér að neðan:

Hin fyrsta flokks þjónusta Símans."Það er bara ykkur að kenna að velja að búa úti á landi." kom uppúr starfsmanni þ...

Posted by Hanna María Sigmundsdóttir on Thursday, 9 July 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×