Innlent

Langisandur fékk Bláfánann

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
mynd/akranes.is
Bláfáninn var dreginn að húni í þriðja sinn á Langasandi í dag. Fáninn er alþjóðlegt umhverfismerki sem veitt er sem tákn um góða umhverfisstjórnun.

Katrín Magnúsdóttir frá Landvernd afhendi Regínu Ástvaldsdóttur bæjarstjóra fánann en til að fá Bláfánann þarf umhverfisstjórnun, upplýsingagjöf og öryggi. Einungis tvær aðrar baðstrendur hafa fengið fánann á Íslandi, Bláa Lónið og Nauthólsvík en sérstaða Langasands er að um náttúrulega strönd er að ræða.

Akraneskaupstaður tekur sýni úr sjónum reglulega og hafa þau komið vel út, að því er fram kemur á vefsíðu Akraness.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×