Guðmundur Steingrímsson kallar eftir aðgerðaráætlun í menntamálum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júní 2015 16:41 Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartar framtíðar, kallar eftir aðgerðaráætlun í menntamálum. Vísir/Valli „Það er stundum sagt á hátíðisdögum að menntun borgi sig,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þingmaðurinn spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort hann hefði áhyggjur af þeim tölum sem birtust í könnun frá Hagstofu Íslands. Rétt eins og Vísir hefur fjallað um í dag þá skilar menntun sér síst í hærri launum hér á landi ef miðað er við önnur Evrópulönd. Guðmundur kallar eftir víðtækri aðgerðaráætlun í menntamálum. Guðmundur sagðist telja það heillavænlegt og skynsamlegt að búa í þjóðfélagi þar sem umbunað er fyrir menntun á einhvern hátt. „Við fáum aukna verðmætasköpun og heilbrigðara og betra samfélag.“ Hann benti á að Bandalag háskólamanna hafi bent á þetta misræmi um langt skeið en félagið hefur staðið í verkfallsaðgerðum í á fjórða mánuð. Sett voru lög á verkfallsaðgerðir BHM fyrir um tveimur vikum. „Hvatinn til menntunar er ekki nægilega ríkur á Íslandi,“ sagði Guðmundur. Hann sagði það nú svo að áhöld væru jafnvel um hvort menntun borgi sig yfirhöfuð.Illugi er ekki ánægður með niðurstöður könnunar Hagstofunnar.Vísir/DaníelStingur mjög í augun Illugi tók undir áhyggjur Guðmundar en benti jafnframt á að nauðsynlegt væri að átta sig á hvers vegna staðan er eins og hún er. „Ég held því að það þurfi að velta fyrir sér þáttum eins og samsetningu háskólamenntunar hjá okkur. Hvert liggur straumurinn? Í hverju er fólk að mennta sig og gagnast það samfélaginu okkar í dag?“ Hann spurði þingheim hvort samfélagið hér á landi væri að nýta menntun nægilega vel og hvort hún hentaði þróun atvinnulífsins. „Þetta stingur mjög í augun og er umhugsunar- og áhyggjuefni fyrir okkur.“ Guðmundur kallaði í andsvari sínu eftir víðtækri aðgerðaráætlun til að auka gildi menntunar. „Ég held að við séum í alþjóðasamkeppni um menntað starfsfólk,“ sagði Guðmundur. „Við erum að horfa upp á þetta núna. Menntað vinnuafl er að leita annað. Við kostum menntunina og þetta fólk flytur svo út og greiðir skatta þar.“ Illugi telur málið að einhverju leyti menningarlegt. „Við erum þjóðin sem bjó til máltækið: „Bókvitið verður ekki í askana látið“,“ sagði hann en að hann teldi að þetta viðhorf væri að breytast. Alþingi Tengdar fréttir Menntun hefur minnst áhrif á Íslandi Munur ráðstöfunartekna eftir menntun var minnstur á Íslandi samanborið við önnur Evrópuríki árið 2013. 22. júní 2015 14:00 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira
„Það er stundum sagt á hátíðisdögum að menntun borgi sig,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þingmaðurinn spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort hann hefði áhyggjur af þeim tölum sem birtust í könnun frá Hagstofu Íslands. Rétt eins og Vísir hefur fjallað um í dag þá skilar menntun sér síst í hærri launum hér á landi ef miðað er við önnur Evrópulönd. Guðmundur kallar eftir víðtækri aðgerðaráætlun í menntamálum. Guðmundur sagðist telja það heillavænlegt og skynsamlegt að búa í þjóðfélagi þar sem umbunað er fyrir menntun á einhvern hátt. „Við fáum aukna verðmætasköpun og heilbrigðara og betra samfélag.“ Hann benti á að Bandalag háskólamanna hafi bent á þetta misræmi um langt skeið en félagið hefur staðið í verkfallsaðgerðum í á fjórða mánuð. Sett voru lög á verkfallsaðgerðir BHM fyrir um tveimur vikum. „Hvatinn til menntunar er ekki nægilega ríkur á Íslandi,“ sagði Guðmundur. Hann sagði það nú svo að áhöld væru jafnvel um hvort menntun borgi sig yfirhöfuð.Illugi er ekki ánægður með niðurstöður könnunar Hagstofunnar.Vísir/DaníelStingur mjög í augun Illugi tók undir áhyggjur Guðmundar en benti jafnframt á að nauðsynlegt væri að átta sig á hvers vegna staðan er eins og hún er. „Ég held því að það þurfi að velta fyrir sér þáttum eins og samsetningu háskólamenntunar hjá okkur. Hvert liggur straumurinn? Í hverju er fólk að mennta sig og gagnast það samfélaginu okkar í dag?“ Hann spurði þingheim hvort samfélagið hér á landi væri að nýta menntun nægilega vel og hvort hún hentaði þróun atvinnulífsins. „Þetta stingur mjög í augun og er umhugsunar- og áhyggjuefni fyrir okkur.“ Guðmundur kallaði í andsvari sínu eftir víðtækri aðgerðaráætlun til að auka gildi menntunar. „Ég held að við séum í alþjóðasamkeppni um menntað starfsfólk,“ sagði Guðmundur. „Við erum að horfa upp á þetta núna. Menntað vinnuafl er að leita annað. Við kostum menntunina og þetta fólk flytur svo út og greiðir skatta þar.“ Illugi telur málið að einhverju leyti menningarlegt. „Við erum þjóðin sem bjó til máltækið: „Bókvitið verður ekki í askana látið“,“ sagði hann en að hann teldi að þetta viðhorf væri að breytast.
Alþingi Tengdar fréttir Menntun hefur minnst áhrif á Íslandi Munur ráðstöfunartekna eftir menntun var minnstur á Íslandi samanborið við önnur Evrópuríki árið 2013. 22. júní 2015 14:00 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira
Menntun hefur minnst áhrif á Íslandi Munur ráðstöfunartekna eftir menntun var minnstur á Íslandi samanborið við önnur Evrópuríki árið 2013. 22. júní 2015 14:00