Innlent

Maðurinn sem féll í Þingvallavatn látinn

Birgir Olgeirsson skrifar
Vísir
Íslenskur karlmaður á sjötugsaldri sem féll í Þingvallavatn fimmtudaginn 11. júní síðastliðinn er látinn. Maðurinn var úrskurðaður látinn á Landspítalanum síðastliðinn föstudag en þá hafði honum verið haldið sofandi í öndunarvél í átta daga. Hann komst aldrei til meðvitundar.

Maðurinn hafði verið við veiðar í Þingvallavatni rétt fyrir hádegi 11. júní síðastliðinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi sá vegfarandi manninn fara ofan í vatnið og koma ekki upp aftur.

Lögregla á Suðurlandi var með mikinn viðbúnað vegna málsins og voru björgunarsveitir, sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan kallaðar út. Sautján mínútum eftir að tilkynning hafði borist um atvikið hafði maðurinn fundist og var hann fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×